Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 151
BÚNAÐARRIT
149
um öðrum þorpsbúum, að þeir fari að halda uni
of upp á mislita og slcræpótta féð og fargi þá öðru
betra.
Neshreppur. Þar voru sýndir flestir hrútar úr
hreppnum, 22 talsins. Hrútar þessir eru mjög mis-
jafnir að vaxtarlagi, holdafari og allri gerð. Fyrstu
verðlaun hlutu 5 hrútar, og voru 5 dæmdir ónothæfir.
Langbezti lirúturinn í hreppnum er Grákollur Guð-
mundar Einarssonar. Hann er vel byggður og hold-
samur með mikla og góða ull, en óþarflega kviðmikill.
Bolni á Ril'i og Þráinn á Sandi eru báðir vænir og
miklum kostum búnir. Sýndir voru 3 lirútar frá
Múla í Nauteyrarhreppi. Þeir eru allir vel byggðir,
en einkennilega léttir af Múlahrútum að vera. Bjartur
á Rifi er þeirra beztur. Kolur Sigurðar Sigurjóns-
sonar á Sandi er mikill og vænn. Það þarf að auka
þéttleika og holdsemi fjár í Neshreppi.
Breiðuvíkiirhreppur. Þar voru sýndir 25 lirútar.
Sex hlutu I. verðlaun, 4 fullorðnir, er vógu 91.8 kg,
og 2 veturgamlir, er vógu 82.5 kg að meðaltali. Beztu
hrútarnir voru Kraki og Gylfi Haraldar í Gröf, báðir í
alla staði mjög góðir, en Gylfi öllu betri, en þó ör-
lítið gulur á ull. Hnífill á Ivnerri er vænn, þéttur og
ræktarlegur einstaklingur og líklegur til kynbóta. Hagi
á Sjónarhóli er vænn, en ekki að sama skapi þétt-
byggður og vantar meiri vöðvafyllingu í malir og neðst
í læri. Kambur á Stóra-Kambi, ættaður frá Hvammi
á Barðaströnd, er mjög vel gerður og þroskamikill.
Prúður og Gulhnakki á Litla-Kambi eru báðir vel
byggðir, þroskamiklir og þolslegir, Gulhnakki er þó
mun betri.
Staðarsveit. Þar var sýningin sæmilega sótt. Sýndir
voru 52 hrútar. Fyrstu verðlaun hlutu 10 hrútar
fullorðnir, er vógu 89.9 kg, og 3 veturgamlir, er vógu
79.3 kg að meðaltali, 5 hlutu engin verðlaun. Hrút-
arnir voru mjög misjafnir. Þrír beztu hrútarnir á