Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 153
BÚNAÐARRIT
151
frá Djúpadal í Gufudalshreppi. Þeir eru vænir, en
vantar meiri holdfyllingu í malir. Móbotni á Mið-
hrauni og Svartur í Hrísdal eru háðir vel gerðir og
líklegir til kynbóta. Einn hrútur veturgamall hlaut
I. verðlaun, Múli G,unnars á Hjarðarfelli frá Múla í
Nauteyrarhreppi, lágfætt þéttleikakind, sem lofar
góðu.
Eyjahreppur. Þar voru sýndir 40 hrútar, 21 tveggja
vetra, scm vógu 79.3 kg, og 19 veturgamlir, er vógu
70.0 kg. Fyrstu verðlaun hlutu 5, en ónothæfir voru
13. Enginn hrúturinn var sérstaklega glæsilegur. Sá
bezti var Kleifur Guðmundar í Dalsmynni frá Lauga-
bóli í Nauteyrarhreppi. Hrútar í Eyjahreppi eru yfir-
leitt of lélegir og þarf að vinna þar ötullega að
kynbótum.
Mýrasýsla.
Þar fóru sýningar fram að þessu sinni í eftirtöldum
5 hreppum: Hvítársiðu-, Þverárhlíðar-, Stafholts-
tungna-, Borgar- og Borgarneshreppi. í öðrum hrepp-
um sýslunnar voru sýningar haldnar haustið 1951.
Sýningarnar voru nú ágætlega sóttar. Alls voru sýndir
186 hrútar, þar af 72 fullorðnir (tvævetrir), sem
vógu 84.4 kg, og 114 veturgamlir, er vógu 75.1 kg.
Veturgömlu hrútarnir eru því nú 5.5 kg þyngri að
meðaltali en þeir, sem sýndir voru haustið áður,
Búnaðarritið 65. árg., bls. 109—110. Aðeins 26 hrútar
hlutu I. verðlaun, 7 fullorðnir og 19 veturgamlir, en
68 dæmdir ónothæfir. Sex I. verðlauna hrútarnir áttu
heima sunnan varnargirðingarinnar í Hvítársíðu. Er
því nauðafátt um góða lirúta norðan þeirrar girð-
ingar i Mýrasýslu. — l'afla H. sýnir ])unga, mál og
ætterni fyrstu verðlauna hrútanna í sýslunni.
Hvitársíðuhreppur. Þar voru sýndir 49 hrútar, 8
tvævetrir og 41 veturgamall. Þeir fyrr nefndu vógu
88.3 kg, en hinir síðar nefndu 78.2 kg. Átta hrútar