Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 164
162
BÚNAÐARRIT
í Akraneskaupstað, en nokkrir fjáreigendur koinu
nieð hrúta sína á sýningar í Skilmanna- og Innri-
Akraneshreppi. Alls voru sýndir af Akranesi 5 lirútar
og' hlutii 3 þeirra I. verðlaun. Þeir vógu að meðal-
tali 84.7 kg. Vænstur þeirra var Salli Daníels Frið-
rikssonar, jötunn vænn og holdmikill, en fremur
háfættur og ullargrófari en æskilegt er. Fríður Magn-
lisar Guðmundssonar frá Kvígindisfelli í Tálkna-
firði og G,ulur Hafliða Þorsteinssonar eru háðir
kostamiklir fyrstu verðlauna hrútar.
Straádarhreppur. Þar var sýning sæmilega sótt.
Fjórir hrútar hlutu þar I. verðlaun af 41 sýndum.
Bezti hrúturinh var Blettur á Geilabergi frá Vatnsdal
í Rauðasandshreppi, og næstur honum stóð Kollur
á Þyrli frá Brjánslæk, báðir ágætir einstaklingar.
Annars voru hrútarnir í Str-andarhreppi ekki góðir,
og 11 voru dæmdir ónothæfir.
Eins og tafla I her með sér, er áberandi, hve margir
fyrstu verðlauna hrútar í Borgarfirði eru ættaðir frá
tiltölulega fáum bæjum á Vestfjörðum, sem sýnir
greinilega, að mikill munur er á ræktun fjárstofna
þar. Á ýmsum bæjum vestra getur verið ágætt fé, þótt
enginn I. verðlauna hrútur komi þaðan, bæði af því, að
á mörgum bæjum þar eru fáir eða engir hrútar keyptir,
og svo koma aldrei allir hrútar á sýningar.
Tveir eða fleiri fyrstu verðlauna hrútar, sýndir nú
veturgamlir í Borgarfirði, eru ættaðir frá eftirtöldum
hæjum: frá Miila í Nauteyrarhreppi 11 og Laugabóli í
Nauteyrarhreppi 7; frá eftirtöldum bæjum 3: Fremri-
Bakka og Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi, Miðjanesi
og Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, Vatnsfirði, Vog-
um og Reykjarfirði í Reykjarfjarðarhr., en tveir frá
þessum bæjum: Hamri og Arngerðareyri í Nauteyrar-
hr., Miðhiisum í Reykjarfjarðarhr., Eyri i Seyðisfirði í
Súðavikurhr., Kinnarstöðum í Reykhólasveit og Fossá
og Brjánslæk á Barðaströnd.