Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 166
164
BÚNAÐARIUT
starfi sauðljárræktarráðunaular og fór að vega og
jnæla alla hrúta, því að fram að þeim tíma voru allar
skýrslur um Jjcssí el'ni ófullnægjandi. Engar skýrslur
voru heldur fyrir hendi um afurðir sauðfjár fyrr en
Páll Zóphóníasson sem formaður kjötverðlagsncfndar
lók að safna skýrslum um tölu og vænleika slátur-
fjár árið 1934.
Frá upphafi lagði ég ríka áherzlu á það við bændur
að velja holdmikla, þéttvaxna, lágfætta og þunga
hrúta til ásetnings, en forðast stóru og holdþunnu
hrútana. Bændur hafa tekið þessar leiðbeiningar
jnjög til greina, einkum þó að velja holdmikla hriita
til ásetnings. Of margir bændur hafa enn trú á því,
að háfættu hrútarnir séu eftirsóknarverðari en þeir
lágfættu. Þeir álíta, að stærðinni hljóti alltaf að
fylgja þungi, en gæta þess ekki, að þéttvöxnu, Jág-
fættu hrútarnir eru oft þyngri en hinir stóru og hafa
auk jjess hlutfallslega þyrigra fall miðað við þunga
á fæti og betra kjöt. Yfirleitt vilja allir bændur eiga
sem vænst fé, en leggja sig' ekki eins fram um að
franileiða sem bczt kjöt. Þetta er samt ákal'lega
mikilvægt atriði, sérstaklega þó, ef við þurfum að
afla okkur inarkaða erlendis. Þótt kjöt af illa vöxnum
vænum dilkum geli veiáð bezli matur, þá er þó kjöt
af vel vöxnum dilk jafnvænum mun betra, auk þess
sem hlutfallslega léttari bein eru i vel vöxnum föllum
en þeim illa vöxnu.
Vænleiki hrútanna hefur vaxið mjög síðustu 15-—20
árin eins og sjá iná af skýrslum í Búnaðarritinu nú
og á undanförnum árum, en meira er þó um það vert,
að lioldafarið og vaxtarlagið hefur stórbatnað. Nú eru
verulega holdþunnir lirútar jafnsjaldséðir á sýning-
um, eins og ágætlega holdgóðir hrútar voru fyrir
15—20 árum síðan. íslenzka sauðféð hefur því tekið
stakkaskiptum á þessu tímabili, hvað snertir vaxtar-
lag, holdafar og vænleika, vegna ræktunar, byggðii