Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 192
190
B Ú N A Ð A R RI T
urinn getað breytzt honum í vil. Sýnir þetta, hve
nauðsynlegt það er að koma upp afkvæmarannsókna-
stöðvum sem víðast um landið, ekki sízt þar, sem
tæknifrjóvgun er notuð, stöðvum, þar sem kvígur
undan sama nauti fá sama fóður miðað við afköst
og liægt er að bera þær saman innbyrðis og jafn-
framt við kvígur undan öðrum nautum. Eyfirðingar
hafa haft og hal'a enn l'ullan hug á að koma slíkri
stöð upp, en fjárveiting hefur þó enn ekki fengizt,
enda þótt afkoma héraðsins velti að miklu leyti á
því, hvernig til tekst með nautgriparæktina á svæð-
inu. Undan Víga-Skútu 130 eru til mörg naut (sjá
bls. 191). Er ekki ósennilegt, að hann muni hafa hæt-
andi áhrif á nautgripastofninn í Eyjafirði, þótt síðar
sjáist.
3. Suðri (N5 i töflu II), eign Nf. Seyluhrepps,
Skagaljarðarsýslu (sjá Búnaðarrit 1950, 5. naut i sýn-
ingaskrá)1). Á sýningu í Seyluhreppi komu 16 kýr
og bornar kvígur undan Suðra N5, en flestar ungar.
Ein þeirra hlaut II. verðl. og 5 III. verðlaun. Þessar
kýr voru misjafnar að byggingu, margar ágætlega
vaxnar, en aðrar stórgallaðar. Mjög fáar feitimælingar
voru fyrir liendi á mjólk úr dætrum Suðra N5, og
kom hann því ekki til álita í I. verðlaun.
Við lauslega athugun á ætt nauta þeirra, sem II.
verðl. hlutu, kemur í ljós, að 28 þeirra a. m. k. eru
komin út af Huppu 12 á Kluftum, en II. verðl. nautin
voru alls 41 að tölu. Þannig er hún anima fjögurra,
langamma nítján og langalangamma fimm. Sum
þeirra eru skyld henni í báðar ættir, enda þótt slíkur
skyldleiki hafi ekki verið lagður til grundvallar við
])essa athugun. Flest eru nautin komin út af Suðra
1) Varast l>er að rnistaka Suðra N5 fyrir Suðra 128, föður
Víga-Skútu 130, en f Búnaðarriti 1950 er af vangá visað til
Jjessa Suðra sem Suðra 128.