Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 233
BÚNAÐARRIT
231
eða rekfjöru. Áður fyrr var þetta gert mjög mikið,
sérstaklega meðan sauðirnir voru. Þá voru mikil
brögð að því, að lömbin undan ánum fæddust veik
eða dauð og arðurinn eftir þær yrði litill. Halldór
Vilhjáimsson, Theodór Arnbjörnsson, Maggi Júl.
Magnús, ég og l'leiri fengu þá bændur til að gera
athuganir á fjöruskjögrinu, en lítið gagn varð af
þeim. Þó munu ]>ær, ásamt reynslu bænda, smám
saman hafa leitt til þcss, að menn fóru að takmarka
fjörubeitina við ærnar og gefa með henni töðu. Má
nú bin síðustu ár segja, að á fjöruskjögri bcri lítið,
en hins vegar kosti það bændur stórfé, að geta ekki
notað fjörubeitina eftir geðþótta al' ótta við skjögrið.
Þetta takmarkar líka víða ærtöluna, sem liafa má á
jörðinni. Þarinn er nægur fyrir fjölda sauðfjár, en
töðuna til að gel'a með vantar. Hún takmarkar ær-
töluna, sem hafa má á jörðinni. í nokkur ár hefur
Páll Pálsson, dýralæknir, á vegum Tilraunastöðvar-
innar á Keldum látið gefa ánum að vetrinum eftir
fengitíma meðal, og bendir reynslan ótvírætt á, að
með því megi að verulegu leyti fyrirbyggja, að lömbin
verði skjögruð. Skýrsla hefur engin verið gefin um
árangurinn, og mun ekki talið fullreynt enn, en ég
bygg þó, eftir því sem bændur, sem lyfið hafa reynt,
hafa sagt mér, að hér sé þegar um atriði að ræða,
sem þeir, sem gela notað fjörubeit, eigi að gcfa gaum
og tala við P. P. um.
Skýrslur um ImustskoÖun og fóðurbirgðir hafa nú
borizt úr meir en % hluta lireppanna, og sýna þær,
að mjög viða gera menn ekki ráð fyrir að þurfa að
gefa kindinni ineira fóður yfir allan veturinn en sem
svarar til innistöðufóðurs í 90—120 daga. Vafalaust
kcmur þetta af þeirri reynslu manna, að í mörgum
vetrum þurfi kindin ekki meira, hinn hluta vetr-
arfóðursins fái hún með beitinni, og með þessu megi
því í flestum árum fóðra féð svo, að það gangi „bjarg-