Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 235
BÚNAÐARRIT
233
37 464 891 kg, en á fyrstu II mánuðunum 34 587 030
kg, en nú verður það yfir 41 milljónir kg yfir árið
og er orðið 39 842 265 kg á fyrstu 11 mánuðunum.
Langmest virðist aukningin í Flóabúinu, enda fjárlaust
á því svæði og því lögð áherzla á mjólkurframleiðsl-
una meira en venjulega. Á Sauðárkrólcsbúinu Htur
út fyrir, að mjólkurmagnið ætli að verða minna en
í i'yrra, og sama virðist ætla að verða í Borgarncsi.
Á hvorugu því svæði virðast bændur enn hafa komizt
upp á lag mcð að eiga góðar, arðsamar kýr og fóðra
þær svo, að þær gefi góðan arð. Sést þetta bezt, ef
athugaður er kúafjöldinn, sem bændurnir, sem senda
mjólk til búanna, eiga. Sú athugun leiðir í Ijós, að
bændur í Þingeyjarsýslu senda allt að % meiri mjólk
til búsins en bændur í Skagafirði og % meira en
bændur í Borgarfirði miðað við kúatölu.
Safnazt hafa fyrir óseldar mjólkurafurðir á árinu,
og keinur það l)æði af aukinni framleiðslu og minnk-
andi sölu. Kaupgjald og framleiðslukostnaður hér
Iiggur það hærra en í nágrannalöndum okkar, að
ekki er hægt fyrir íslenzka bændur að framleiða
mjólkurvörur til þess að selja þær sama verði og
bændur annarra landa fá fyrir sínar vörur. Vafa-
laust verður eitt af vandamálum næstu ára að finna
leiðir til þess að lála tilkostnað við framleiðsluna hér
ekki verða meiri en í öðrum löndum, því að með
því eina móti getum við framleitt meira en við þurf-
um handa okkur sjálfum og orðið sámkeppnisfærir
með sölu á erlendum mörkuðum. Einliverjir kunna
að halda, að náttúruskilyrði fyrir framleiðsluna séu
verri hér en annars staðar, en svo er ekki, heldur
er það sú dýrtíð, sem við sjálfir höfum búið til, sem
hér er að verki, sem þarf að laga. Við fáum af betri
búum okkar mciri mjólk pr. unna klukkustund við
kúabúin en víða annars staðar, og við getum fcngið
hana eins mikla alnicnnt, en þegar klukkustundin