Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 267
BÚNAÐARRIT
265
Skrifslofan.
I skrifstofunni liafa störfin verið með sama hætti
og undanfarin ár. Þar tala ég við fjölmarga bændur
og aðra, sem í skrifstofuna korna, um sauðfjárrækt
og þau mál, sem hana varða og óskað er upplýs-
inga um.
Ég svara þeim bréfum, sem mér berast, og skrifa
auk þess mörg bréf, einkum í sambandi við fjár-
ræktarfélögin og fjárræktarbúin. 1 skrifstofunni bef
ég unnið úr ýmsum skýrslum, svo sem frá hrútasýn-
ingum, fjárræktarbúunum og frá fjárræktarfélögun-
um, þótt ekki hafi unnizt tími lil að vinna úr þeim
síðast nefndu, nema að nokkru leyti, eins og áður er
að vikið. Ég hef skrifað ritgerð um hrútasýningarnar
ásamt hugleiðingum um sauðfjárrækt og stutta
grein um afkvæmasýningarnar, sem birtar eru í þess-
um árg. Búnaðarritsins. Auk þess skrifaði ég allítar-
Jega ritgerð, sem birt var í Tímanum 1. og 2. júli
undir fyrirsögninni „Skógræktin og friðun Reykja-
nesskagans“. Sýndi ég fram á, hvilík reginfirra það
væri að friða stór landssvæði fyrir beitarfénaði í
þeim tilgangi að reyna að rækta þar skóga, á meðan
skógræktarstarfsemin cr enn algjörlega á tilrauna-
stigi. Ég hef átt sæti í Tilraunaráði búfjárræktar, til-
nefndur af Búnaðarfélagi íslands, og verið fonnaður
þess þetta ár. Þá átti ég einnig sæli í útvarpsfræðsln-
ncfnd Búnaðarfélags Islands og nefnd, sem Búnaðar-
þing kaus til að undirbúa litgáfu á búfjárfræði.
Ferð með hagfræðingi frá Alþjóðabankanum
í Washington D. C.
Að ósk ríkisstjórnarinnar ferðaðist ég nokkra daga
í október um landið með hagfræðingi frá Alþjóða-
bankanum í Washington D. C., Mr. Ara Kruithof,