Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 276
274
B Ú N A Ð A R R I T
búnaðarþekkingu vera á lágu stigi, en geri þó kröfu
til mjög aukinnar upplýsingastarfsemi. Sú spurning
liggur þá nærri:
Hverju eiga ráðunautarnir að miðla, ef þá skortir
þekkingu?
Því ber að tjalda, sem til er. Þótt íslenzk landbún-
aðarþekking sc á lágu stigi, ])á er hún þó nokkur, og
það, sem hún nær, er þegar mikils virði, og svo
mikils virði, að okkur ber skylda til að miðla henni
til bænda, ég vil segja með illu, ef ekki tekst með
góðu. Og nú er svo komið, að svo að segja með hverju
ári sem líður, þá safnast í sarpinn. Það ber að þakka
hinni smávöxnu aðkrepptu vísindaviðleitni, sem rek-
in er hér á sviði landbúnaðarins. Það ber að hag-
nýta þá þekkingu, sem bezt er talin á hverjum tima.
En sem leiðbeinendur á að velja þá menn, sem álitast
færastir til starfsins. Þeir þurfa að vera einbeittir í
starfinu, en spá þó með gætni í eyðurnar og flytja
kenningar sínar í réttu ljósi.
Getgátur eða áætlanir byggðar á vafasömum for-
sendum er ekki leyfilegt að flytja sem rcynsluvísindi.
Hins vegar er ekkert varhugavert að kasta fram
þannig ágizkunum mönnum til athugunar, sé það
gert í réttu Ijósi.
Því miður liefur þetta hoðorð stundum verið brotið,
bæði af fagmönnum, en þó oftar af gervifræðingum,
þ. e. mönnum, sem skroppið hafa út fyrir pollinn,
hrifizt þar af einu og öðru, sem íyrir augun ber, en
skort undirstöðumenntun eða reynslu til að velja
eða hafna með tilliti til íslenzkra staðhátta. Þess
eru meira að segja dæmi, að maður, sem vann í
nokkur ár á erlendum búgörðum, tróð síðar hér upp
sem landbúnaðarsérfræðingur og lét í það skína, að
hann hefði gengið í háskóla, þó að skólanámið væri
aðeins íslenzkur búnaðarskóli. Slíkir menn eru
venjulega hættulegastir. Þeir standa á nasasjónar-