Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 277
BÚNAÐARRIT
275
sviðinu. Með öðrum orðum, þeir hafa hlotið nokltra
yfirborðsfræðslu, en eru það fáfróðir, að þeir halda
sig vita á flestu skil. En stundum þjást þeir af
minnimáttarkennd, er rekur þá til að villa á sér
heimildir og standa í stórræðum, sem þeir eru ekki
menn til. Sem belur l'er, eru þessir menn þó fáir.
Flestir þeir, sem utan fara til að víkka sjóndeildar-
hringinn og kynna sér vinnuaðferðir á erlendum bú-
görðum, hafa lialdið sér á réttri hillu og gerzt leið-
andi fyrirmyndarbændur. Slíkt er vel farið og til
eftirbreytni.
Mér hefur þótt rélt að hnýta þessari rollu aftan
við starfsskýrslu mína til að vekja athygli á því at-
riði, scm mér virðist, samkvæmt rcynslu minni, vera
mjög aðkallandi. Til frekari áherzlu skal þess getið,
að í því héraði, þar sem upplýsingaþjónustan hefur
verið skeleggust hin síðustu ár, þar hefur árangur-
inn horið af, og vafalaust margborgað tilkostnaðinn.
Ég hirði ekki um að víkja hér sérstaklega að
heildarstarfsemi minni á þessum liðnu árum. Ég
hef af litlu að státa. Mér er Ijóst, að mér hefur
stundum orðið á í messunni, og vafalaust hefur það
oftar orðið en mér er kunnugt um. En hins vegar
hugga ég mig við það, að ég hafi gert meira gagn
en ógagn, og gegn samvizku minni held ég, að ég
hafi ekki hrotið í starfinu. — Samstarfið við starfs-
félaga mina og bændur hefur verið hið ágætasta.
Fyrir það flyt ég minar heztu þakkir. Að endingu
þakka ég af alúð fyrir hinar ágætustu viðtökur og
fyrirgreiðslur í hvívetna á ferðum mínum um landið.
Ásgeir L. Jónsson.