Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 288
286
BÚNAÐARRIT
Frá Sandgræðslunni 1952.
Tíðarfar og grasspretta.
Vor- og gróðrarmánuðir ársins, maí og júní, voru
kaldir og þurrir, kaldir um allt land, þurrari sunn-
anlands en annars staðar á landinu. Þegar svo viðr-
ar hér á landi, vita allir, að þá grær seint og illa. Enda
þótt nokkuð geti úr rætzt með grassprettuna í hag-
stæðri gróðrartíð í júlí og jafnvel í ágúst, ræður
veðráttan í júní mestu um grasvöxtinn ár hvert.
Júní er hjartasti mánuður ársins á þeirri breiddar-
gráðu, sem ísland liggur á. Ef þessi mánuður er
sæmilega hlýr, og einkum ef hann er „rakur“ líka,
þá sprettur gras hér á landi næstum ótrúlega fljótt
og vel. Þetta sást mjög greinilega vorið 1949. Þá
voru hörkur fram i miðjan júní um allt land og jörð
yfirleitt ekki farin að grænka. Seinni hluti mán-
aðarins var hlýr og votviðrasamur, og sums staðar
hér sunnanlands var komin ágæt slægja á tún um
mánaðamót júní—júlí. Svo var það hér í Gunnars-
holti.
Þegar vel vorar, grær öll jörð fljótt og vel, bæði
ræktað land og óræktað lika. Þegar illa vorar, grær
yfirleitt seint og illa, en þá kemur fram miklu meiri
munur á vel ræktaðri og illa og óræktaðri jörð.
Óræktin grænkar varla á sama tíma, sem hægt er að
fá allgóða uppskeru á vel ræktuðu túni, að visu með
miklu ríflegri áburði en þarf í góði'i sprettutið. Þetta
kemur mjög greinilega í ljós hér á sandjörðinni á
Rangárvöllum og raunar alls staðar innan sand-
græðslugirðinganna. Vorið og sumarið 1950 var liag-
stætt grassprettu, einkum júní og júlí, og greri því
öll jörð vel þetta sumar. Þar sem ekki voru kal-
skemmdir í túnum frá vorinu 1949, varð rnikið töðu-
fall.