Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 294
292
BÚNAÐARRIT
Tillögur mínar um þessi mál eru í stórum dráttum
þannig:
a. Sveitasýningar á búfé verði áfram í svipuðu
formi og að undanförnu.
b. Héraðssýningar fyrir hross verði látnar niður
falla í því formi, sem þær nú eru, en upp verði
teknar fíórðungssýningar, sem verði alhliða land-
búnaðarsýningar fyrir þátttökuhéruðin. Haldin
verði ein slik sýning árlega, til skiptis í lands-
hlutunum, en 5. árið verði haldin allsherjar
landbúnaðarsýning fyrir allt landið. Eðlilegt
væri, að Búnaðarfélagið hefði forystu um slíka
sýningastarfsemi i samvinnu við önnur lands-
samtök á sviði búnaðarmála og héraðasamtök,
því að sýningaáhugi landsmanna er greinilega
vaknaður.
Landssamband hestamannafélaga hafði myndarlegt
fjórðungsmót á Sauðárkróki í sambandi við ársþing
sitt. Tók ég þátt í starfsemi þess og nokkurra ann-
arra móta hestamannafélaga.
2. Ég hef átt sæti í tilraunaráði búfjárræktar, og
á vcgum þess vann ég s. 1. sumar að rannsóknum á
gildi blóðs úr fylfullum hryssum til framleiðslu lyfja.
Þetta var framhald á rannsóknum, sem Páll Páls-
sou, dýralæknir, og rannsóknarstofan á Keldum hafa
unnið við að undanlornu. Ýmsar fregnir hafa gengið
hér á landi um verðmæti þessarar framleiðslu i
Evrópu, en samkv. upplýsingum, sem ég hcf aflað
mér frá Bandaríkjunum um málið, virðist ekki mikið
vera leggjandi upp úr verðmæti blóðsins, en þvag
fylfullra hryssna ])ykir þar verðmeira hráefni. Hefur
mér verið gefið í skyn, að markaður mundi vera í
Bandaríkjunum fyrir fryst þvag úr fylfullum hryss-
um fyrir 75 cent, eða um kr. 12.00 hvert gallon (4
kg). Söfnun þvagsins er talsverðum vandkvæðum
bundin og óvíst, hve miklu þvagi hryssan skilar frá