Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 315
BÚNAÐARRIT
313
Flest eru nautgriparæktarfélögin á sambandssvæð-
um framangreindra nautgriparælctar- eða búnaðar-
sambanda og starfa þá nær undantekningalaust með
þeim. En allmörg félög, sem mörg starfa vel, eru
þó á Vestfjörðum. Þar er þó enginn ráðunautur í
búfjárrækt, og verða þessi félög að starfa algerlega
sjálfstætt. Annars staðar á landinu er mjög lítið
um starfandi félög: 1 í Dalasýslu, 1 í Húnavatns-
sýslurn, sem þó er allmikið mjólkurframleiðslusvæði,
ekkert í Norður-Þingeyjarsýslu, 1 í Múlasýslum og
ekkert í A.-Skaftafellssýslu.
Störf héraðsráðunautanna, sem leiðbeina i naut-
griparækt, eru margvisleg. Sumir starfa við frjódæl-
ingar á kynbótastöðvunum, flestir gera upp skýrslur
nautgriparæktarfélaganna og senda þær áleiðis til Bf.
Isl. og a. m. k. einn mælir sýnishorn af mjólk til
feitirannsóknar. Það leiðir því af sjálfu sér, að tím-
inn til fræðslustarfs verður naumur, og er það mjög
miður.
Hið sama má segja um starf ráðunautar Bf. Isl.
í nautgriparækt. Enda þótt ég sé ekki fyllilega dóm-
bær á það starf eftir aðeins eins árs reynslu, þá er
mér þó Ijóst, að í framkvæmdinni er starfið, eins
og nú er háttað, að of miklu leyti fólgið í skrifstofu-
vinnu, enda þótt það í eðli sinu sé upplýsinga- og
útbreiðslustarf. Mikill tími fer i skrifstofuvinnu, sem
aðrir starfskraftar gætu unnið undir eftirliti, en of
lítill tími til ritsmíða, fundahalda og annarrar út-
breiðslustarfsemi.
Ritað á bóndadag 1953.
Ólafur E. Stefánsson.