Morgunn - 01.04.1920, Síða 12
6
MOEftUNN
ast gegnum líkama, er hún skapar og stjórnar — og erum
við þá komnir að aálarlíkama (»astral«- líkama) spiritista
og guðspekinga. Mikla áherzlu leggur hann og á það, að
við erum nú þegar »andar«, lifum i tveimur heimum, þótt
við vitum venjulega aðeins af öðrum, hinum sýnilega
efnisheimi — og að dauðinn er í raun og veru ekki annað,
en færsla á vitundarþröakuldinum, sem eyðir ekki sjálfs-
vitund vorri, heldur víkkar hana og fullkomnar. Og þá
hæfileika, sem við þurfum að nota í öðrum heimi, höfum
við þegar hér og nú, a. m. k. sem fræ eða möguleika, á
sinn máta eins og fóstrið í móðurlífi hefir hendur og fætur,
sem það þarf alls ekki að nota, á meðan það er þar,
en eru skapaðir fyrir alt anuað umhverfi (þ. e. okkar
sýnilega heim), sem barnið kemst inn í við fæðinguna.
Dauðinn er fæðing inn í annað umhverfi, þar sem okkur
mun gefast færi á að nota dularhæfileika okkar og það
umhverfi er jafn-raunveruleg't og þetta, og tilveran þar
getur ekki verið eingöngu andleg(í okkar skilningi), heldur
hlýtur og að ná yfir eitthvað, sem samsvarar efninu hjá
okkur — eitihvað, sem andinn getur verkað á.
Um svefngönguástandið farast honum þannig orð í
»Menneskets gaade« (bls. 79—80.):
»Svefngenglarnir líkja sjálfir þessu stundarástandi sínu
við ástandið eftir dauðaun, t. d. Auguste K.1) og sjá-
andinn frá Prevorst2). Engir örðugleikar eru á því, að
hugsa sér svefngönguástandið sem stöðugt ástand. Til
þess eru nóg dæmi, að það hafi staðið yfir vikum og mán-
uðum saman, og hefir þá svefngengillinn haldið sínu venju-
lega útliti og framkvæmt sin daglegu störf. Sjálfir taka
þeir ástand þetta fram yfir vökuna; þeir telja það raun-
verulegra og tala með lítilsvirðingu um sína jarðnesku
persónu. Muratori8) segir frá stúlku, sem virtist liggja
') Mitteilungen aus dem SchUilebon der Somnainbulen Auguste K.
*) Kerner : Die Seherin von Prevorst.
s) Muratori: Ober die Einbildungskraft, II, c. 9.