Morgunn - 01.04.1920, Síða 16
10
MORGUNN
sjónir, og ykkur virðist ykkar heiœur í aftureldingunni.
Alt var undarlegt og ruglingslegt*.
James Howard, vinur G. P., segir við hann: »Þér
hlýtur að hafa brugðið mjög í brún, er þú sást, að þú varstenn
á lífi?« — »Já,« svarar Pelham, »mjög. Eg trúði ekki á
framhald lífsins; það var fyrir utan og ofan minn skiln-
ing. En nú furðar mig á því, að. eg gat efast um það«.
Og í annað skifti sagði hann: Þegar eg sá, að eg lifði
enn, þá dansaði eg af t'ögnuði*.
Annar »stjórnandi« (control), Frederick Atkin Morton,
segir einnig frá fyrstu stundunum eftir andlát sitt. Hann
dó með alt öðrum hætti, en G. P. Hann hafði ráðist i að
gefa út dagblað, en áhyggjur út af því, og e. t. v. aðrar
ástæður, gerðu hann brjálaðan. En hann þjáðist ekki
lengi, því að hann skaut sig í æðiskasti, og dó samstundis.
í fyrsta sinnið, sem hann reyndi að birtast, var tal hans
mjög samhengislítið, en hann náði sér brátt, og á öðrum
fundinum sagði hann bróður sínum frá reynslu sinni um
dauðann. Um sjálfsmorðið talar hann þó ekki, því að
hann hefir sennilega ekki verið sér verksins meðvitandi,
en í fundarlok skrifar höndin: »3kammbyssa. Eg dó af
skammbyssusKoti.« Og síðan voru rituð þessi orð: »A
sunnudaginn miati eg alt í einu valdið yfir sjálfum mér
og þekti hvorki menn né umhverfi. Þegar eg fór að
koma til sjálfs mín aftur, var eg í þessum heimi hérna-
megin, og spurði sjálfan mig, hvar eg gæti verið niður
kominn. Eg hafði einkennilega tilfinningu um að vera
frjáls. Hvorki höfuð mitt né aðrir Jíkamshlutar þyngdu
mig niður; hugsanir mínar fóru að skýrast, og þá varð
eg þess var, að eg hafði yfirgefið líkamann. Eg sá ljós
' og andlit; það var bent til mín, reynt að gera mig ró-
legan, og fullyrt, að eg myndi brátt geta áttað mig á öllu
þessu — og eg varð því nær strax eina og eg átti að
mér. Þá langaði mig til að finna þig, Dick, til þess að
segja þér upp alla söguna og hvar eg væri; en eg hef