Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 34

Morgunn - 01.04.1920, Side 34
28 MORGUNN vitnað í trúarjátningar, svo sem væru þær einhver sálu- hjálparskilyrði? En það eru þær áreiðanlega ekki. Það getur að ýmsu leyti verið til góðs að kalda fyrirmæli og reglur fyrri tiðar manna, en anda sannleikans öðlumst vér eigi þá leiðina. Ástand kirkjunnar víða um lönd er órækur vottur þess. Þessum anda sannleikans segir Kristur, að heimurinn geti ekki tekið á móti. Varaðu þig því á, að heimshyggj- an glepji þér ekki sýn, er þú átt að dæma um, hvað sé satt. Margur hefir brugðist sannleikanum fyrir þá sök — en líka sjálfsagt meitt sig á honum um leið. Sannleikur- inn er stundum eins og beitt sverð. Sé óvarlega og illa með hann farið, geta menn sært sig á honum. Ef nýr hvítasunnuþytur er að fara um heiminn, ef eldtungur andans eru aftur að birtast, ef nýir sendiboðar tala tungum, ef guðs orð hljómar af nýju lifandi og kröft- ugt, beittara hverju tvíeggjuðu sverði, ríður þá ekki á því, að kirkjan, sem kennir sig við Krist, sé vakandi, at- hugul og á verði? Ríður henni ekki á því, að láta stjórn- ast af anda sannleikans og af elskunni til Krists — sem er alt annað en fastheldni við kenningar fyrri tíðar manna? Það er eins um hana og um hvern einstakan af oss. Krist- ur hefir ekki geflð henni annað til að fara eftir. »Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín. Og eg mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan huggara, til þess að hann sé hjá yður eilíflega, anda sannleikans«. Þetta fyrirheit um anda sannleikans hefir drottinn kirkj- unnar gefið henni, en engar trúarjátningar. Það kann að vera gott að vera tortrygginn stundum, og vafalaust er það viturlegt að vera varkár. Hitt er líka mikilsvert að vera næmur fyrir vormerkjunum, elskur að vorsól og vorlofti og óhræddur við vorleysinguna. I raun og veru er það íagnaðareíni, að gil og lækir vaxi, því að þá er sumarið í nánd. Og þá tekur að grænka og spretta á fljótsbökkunum. Er kirkjan ekki lent víðast í því gróð- urleysi og siíkri visnun, að hún ætti að hlusta fagnandi,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.