Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 41

Morgunn - 01.04.1920, Side 41
HORGUNN 35 rétt. Og presturinn komst i svo mikla geðshræring, að hann fekk tilrauninni slitið í skyndi. Iíann þurfti viku til þess að melta þetta. Þá kom hann enn til Vaugo. Miðillinn fór þá ekki í sambands- ástand, heldur lýsti því, er hann sá og heyrði, sagði, að stundum yrði árangurinn af því betri. Hann lýsti þá þremur karlmönnum og einni konu, af mestu nákvæmni, þó að orðin væru fá. Presturinn þekti þar gamla, fram- liðna safnaðarmenn sína. En auk þess segir hann, að at- riði hafi komið fraro, sem hann vilji ekki skýra frá. Þau hafi ekki að eins sannað honum, hvaða manneskjur þetta væru, heldur hafi og komið fram í þeirn vitneskju. sem hvorki miðillinn né neinn annar maður á jörðinni liefði getað haft. Ruperts, sonar hans, var ekki neitt getið á þessum fundi. Enn þykist hann þess íullvís, að Vango viti ekki, hver hann er. Því næst skýrir presturinn frá komu sinni til nafn- kends kvenmiðils, Miss McCreadie'). Hitt og annað kom þar fyrir merkilegt, en eg ætla að eins að minnast tveggja atriða. Miðillinn er að tala við hann og er alvakandi. Alt í einu breyttist konan, eins Og hán yrði að annari mann- eskju, Og jafnframt varð presturinn var einhverra áhrifa, sem hann hafði aldrei fundið til áður, og hann vill ekki verða fyrir sams konar oftai'. »Eg segi það í hátíðlegri alvöru, og eg segi það með innilegri sannfæringarvissu, eg sá Miss McCreadie eins og verða að móður minni«, segir hann. Hún mælti við hann þessum orðum: »Dreng- urinn minn ! Drengurinn minn! Mig langar enn til að vera þér móðirU »Þetta var alt með svo mikilli skyndingu«, segir hann enn fremur. »Eg fann ekki til neinnar æsingar. Eg svaraði engu. Eg var alveg rólegur. Sýnin virtist ekki ') Hennar er meðal annars getiö i ritlingi minum VesUtrför. Aknreyri. 1919. 3*

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.