Morgunn - 01.04.1920, Síða 49
MOKGUNN
43
Fyrireögmn fyrir þeim kaffa er hjá prestinum: »Stórfurðu-
leg opinberun<t (»A staggering revelationc).
Eitt kvöld í júlímánuði 1918 fór hann inn í járnbraut-
arlest á stöð einni í London og ætlaði heim til sín til
Chesham. Móti honum sátu tvær dömur í klefanum.
Sjálfur var hann að lesa dagblað.
A leiðinni hejrrir hann aðra dömuna segja við hina:
»Fyrirgefið þér. Eg er spíritisti og miðill. Eg vona, að
þér verðið ekki hrædd, en móðir yðar situr hjá yður. Hún
segist hafa farið nýlega af þessum heimi, og hana langar
til að segja yður nokkuð*.
Presturinu segist aldrei muni gleyma svipnum á kon-
unni, sem varð fyrir þessu ávarpi. Hún fölnaði. Á sama
augabragði þyrluðust upp allir hennar trúarlegu hleypi-
dómar, og eftir þeim átti drottinn að haga fyrirkomulagi
alheimsins. »Það er þetta hugarfar, sem er áreiðanlega
óvísindalegt og hrein fjarstæða«, segir presturinn.
»En eg trúi ekki á spíritismann«, sagði hún. »Hann
er gagnstæður mínum grundvallarskoðunum. Og svo er
hitt, að eg þekki yður ekki, og þér þekkið ekki mig.
Hvernig vitið þér, að móðir mín sé dáin?«
»Eg veit, að móðir yðar er komin yflr í annan heim«,
sagði hin konan, »af þvi að hún segir mér það, þar sem
hún situr hjá yður. Iiún segir mér að þér heitið Grace,
og« — þá komu skilaboð frá henni, sem í oinu vetfangi
gerðu efasemdir konunnar að engu. Frá þeim skilaboð-
um má presturinn elcki skýra, en hann segir, að þau hafi
verið einn lilutinn af þessari furðulegu opinberun.
Þá sneri miðillinn sér að pre3tinum og sagði:
»Eg lield, að eg viti, hver þér eruð. Þér eruð Mr.
Wynn frá Chesham — er eklti svo? Rupert sonur yðar
gerði vart við sig í »hringnum« okkar hérna um kvöldið
og bað mig að mælast til þess að þér hélduð tilrauna-
fund með mér og raanninum mínum í skrifstofunni yðar,
og að þér leyfðuð líka manninum mínum að taka ljósmynd
af honum*.