Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 50

Morgunn - 01.04.1920, Side 50
44 MORGUNlí Presturinn segir, að frúin hafi talað jafn-rólega og blátt áfram eins og hún væri að bjóða honum bolla af súkkulaði. Og hann svaraði, að sér og konunni sinni mundi verða ánægja, að þau hjónin kæmu til þeirra. Hún kom heim til hans með manni sínum. Þau heita Mr. og Mrs. Rice. Þau héldu fundinn í skrifstofu hans. Konan sat kyr fáeinar minútur, og þá var eins hún yrði að W. T. Stead að svip, málrómi og látbragði. »Gott kvöld, Wynn, gaman að sjá þig«, var sagt af vörum miðilsins. »Eg kom með Rupert með mér. Við hugsum okkur að sannfæra þig, en eg held, að eg sé búinn að því*. — »Hver ertu?« spurði presturinn. — »Stead«. Gæti eg verið nokkur annar?« — »Jæja, mér þykir stór- lega vænt um að þú ert hingað kominn, ef þú ert Mr. Stead«, sagði presturinn; »en ef þú ert hann, þá ertu áreiðanlega svo skarpgáfaður maður, að þú getur sagt mér eitthvað, sem gerst hefir og eg er ekki að hugsa um — eitthvað, sem ekki kemur til nokkra mála, að þessi kona viti«. — »Já; við hittumst hérna um daginn«, var svarað. — »Hvar?« sagði prestærinn. — »Við morgunverð með dóttur minni«. — »Hvar?« — »Nálægt Strand«. Presturinn hafði fyrir fáum dögum borðað morg- unverð með Estelle Stead nálægt Strand. Og hann sagði, að sig furðaði á þessu. »Ekki þarftu þess«, var svarað. »Eg er hér. Það er satt og áreiðanlegt. Við notum þig hérna megin. Komdu bókinni þinni út (bókinni, sem eg er nú að skýra frá). Allir munu lesa hana. Rupert langar til að tala við þig«. Þá varð löng þögn. Því næst kom Rupert. Hann heilsaði foreldrura sínum og sagði, að Ruskin væri með sér. Ruslcin var bróðir Ruperts. Presthjónin höfðu mist hann barnungan. Og prestur telur óhugsandi, að Mrs. Rice hefði nokkuð um hann heyrt. Hann spurði Rupert,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.