Morgunn


Morgunn - 01.04.1920, Side 55

Morgunn - 01.04.1920, Side 55
MOEGUNN 49 þýtt. »Dissociation« þýðir ekki upplausn, heldur skifting, klofning, aðgreining o. þ. 1. Sú villa sldftir ef til vill ekki mjög miklu máli. Hitt er lakara, að þessi fyrirlestur er þrunginn af fullyrðingum, sem mér finst ekki rétt að fari svo um meðal íslenzkrar alþýðu, að engin athugasemd sé við þær gerð. Á. B. segir, að tekist hafi að sameina »persónuslitur« stúlkunnar og koma henni í samt lag aftur. Sannleikurinn er sá, að stúlkunni batnaði, en livort þessar persónur eða »persónuslitur« stúlkunnar hatí »sam- einast« er hlutur, sem Á. B. veit auðvitað ekkert um. Það er að eins fullyrðing svona rétt út í bláinn. Á. B. tekur sér fyrir hendur að reyna að koma mönn- um í skilning um, af hverju persónuskifti stafi. Að lík- indum hefði honum reynst það fremur létt verk og löður- mannlegt, þar sem áheyrendur hans voru félagsmenn Hins íslenzka, vísindamannafélags — svo framarlega sem hann hefði vitað það sjálfur. Nú skulum vér athuga skýringar hans. Þær sýnast satt að segja ekki vera sumar hverjar á marga fiska. Kveður hann hina sálfræðilegu skýringu á persónuskiftum vera þá, að tvær andstæðar hvatir berjist í brjósti manns. Qg ef manni hefir svo tekist að bæla aðra niður, þá taki sú, sem verður að lúta í lægra haldi, að starfa »í blóra« við hina! ! Við skulum taka dæmi þessu til frekari skýringar. Maður nokkur þráir að temja sér sannsögli, en hann hefir þó jafnframt allmikla löngun til þess að fara öðru livoru með ósannindi. Þarna eru tvær andstæðar hvatir, sem togast á um yfirráðin. Og við skulnm svo gera ennfrem- ur ráð fyrir, að manninum hafi auðnast'að sigrast á breysk- leika eínum og verði mjög sannorður maður. En viti menn: Þá getur samt farið svo, að hin sigraða lygalöngun hans geti gert honum ærinn grikk. Hún getur þá tekið til starfa »í blói’a« við sannleikslöngunina og valdið meira að segja fullkomnum persónuskiftum. Það fer þá, eftir 4

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.