Morgunn - 01.04.1920, Page 62
56
M 0E8UNN
arnefnd og líka nafn mannsins, sem á borðinu heldur.
Sömuleiðis síðar á sama tiiraunafundinum, þar sem sagt
er, að verið sé að »hlaða upp« myndum tveggja annara
manna. Þeir menn hafa þá ekki verið viðstaddir, enda
var að minsta kosti annar þessara manna enn á lífi hér
í heimi, eftir þvl sem sjá má á frásögn prestsins. Mynd-
unum heíir þá verið »hlaðið upp« eftir hugsunum mann-
anna, sem eru að sýna. sig stjórnandanum.
Mér dettur ekki i liug, að þetta sé eina aðferðin,
sem framliðnir menn nota til þess að koma hugsunura
sínum á framlæri í miðilssambandi. Eftir þvi sem fyrir-
brigðin haga sér, virðist óhugsandi, að aðferðirnar séu
ekki fieiri. En allir menn, sem nokkuð töluvert hafa
fengist við rannsóknirnar, hafa orðið þessarar aðferðar
varir, og hún er í öðrum löndum nefnd »pictografiska«
aðferðin. Við verðum að ætla, að þegar framliðnu menn-
irnir nota hana, þá virðist þeim hún auðveldust, eins og
þá hagar til. En afarólíklegt er það, að hún sé ekkl
mjög örðug.
Við skulum nú reyna að gera okkur ljóst, hvað í
þeirri aðferð 'er fólgið, sem Miss MeCreadie talar um.
Framliðinn maður ætlar "að koma með endurminninga-
sönnun. Meginatriði endurminningarinnar er, til dæmis
að taka, einhver hlutur eða eitthvert sérstakt umhverfi.
Hann verður þá að hugsa sér sem vandlegast lilutinn eða
umhverfið. Nú er það alkunnugt, að það er alls ekki öll-
um gefið að setja sér það nákvæmlega fyrir hugskotssjónir,
sem þeir muna eftir að einbverju leyti. Til þess þarf
ekki að eins minnið að vera nákvæmt, heldur þarf líka til
þess þann samdrátt hugsananna, sem mikið vantar á að
allir ^séu leiknir í. Nú virðist það beisýnilegt, að því'
óglöggari sem hugarmyndin verður, því minni líkindi eru
til þess að tilraunin takist vel. Nú tekur, eftir ummælum
Miss McCreadie, annar framliðinn maður við þessari hugar-
mynd og á að gera hana sýnilega. Það hlýtur að verða
þeim mun örðugra verk, sem hugarmyndin er óskýrari.