Morgunn - 01.04.1920, Qupperneq 67
MO R&UNN
61
Draumar.
[Frú Helga M. Kriatjánsdóttir, prostkona á Möðruvöllum i Hörgár-
dal, öefir sent ritstjóra MORGUNS nokkura drauma, alla merkilega. Mað-
ur bennar, síra Jón Þorsteinsson, liefir Btaðfest þá. Noklcurir þeirra
fara hér á eftir, og aðrir koma í næsta hefti. Fyrirsaguirnar/hefir
ritstjóri MORGUNS sott].
I. fiálsrEifarnaf.
Kristján sonur okkar kjónanna fór til Reykjavikur
haustið 1899, til að læra bókband hjá Halldóri bókbindara
(Þórðarsyni?). Þá var eg á Sauðanesi. Við höfðum lengi
ekkert bréf fengið frá syni okkar, og var eg orðin óróleg
út af því. Þá dreymir mig eina nótt, (mánaðardaginn
hefi eg ekki merkt í almanakinu), að eg sé komin tii
Reykjavíkur og gangi inn í hús H. bókbindara til að gera
íboð fyrir Kristján; stúlka þar segir mér, að hann sé ekki
heima, en vísar mér á annað liús, þar sem hann sé nú.
Eg geng þangað og spyr eftir lionum; eg er látin fara
þar inn í stofu, og mér er sagt hann komi bráðum. Svo er
tekin opin hurð, og þar inni sé eg Kristján sitja á stól
og halla höfðinu; maður er þar að reifa á honum hálsinn
og upp á hnakkann .... Svo hrökk eg upp af svefninum.
INIeö næata pósti fengum við bréf frá Kristjáni okkar.
Þar segir hann, að hann hafi fengið afarilt kýli á hálsinn,
gengið að heiman (o: frá H. bókb.) til Guðmundar Björn-
sonar, (nú landlæknis), sem stöðugt hafi gert við kýlið og
búið um það. Ilann hafði eftir G. B. að kýlið »hefði
getað drepið hann«. Segist hann all-lengi hafa orðið að
halla höfðinu út á aðra hliðina, ekki þolað að vera
ö&ruvisi.
II. »n$m hEnni högguið«.
Nóttina fyrir 1. nóvember 1900, þegar eg var á
Sauðanesi, dreymir mig, að eg sé komin á einhvern stað,
sem eg ekki kannast fyrst við; eg hugsa mig um og lít