Morgunn - 01.04.1920, Page 69
M0R6UHN
63
inu, er hann litlu síðar kom norður til okkar, nema hvað
hann gat sagt ítarlegar frá einstökum atriðum.
III. Droparnir.
Seint um sumarið 1904 fór tengdasystir mín, frii
Hólmfríður á Sauðanesi, til Kaupmannahafnar að leita sér
lækninga; en hún andaðist þar 8. septbr. um haustið. Þá
var eg á Sauðanesi. Dreymir mig þá sömu nótt, að eg
heyri einhverja vera að tala ofurlágt inni í svefnherberg-
inu, þar sem við hjónin sváfum. Heyri eg að einhver
segir: »Ætli hún sofi ekki? — eg ætlaði að fá dropana
hjá henni*. Þá er svarað af öðrum: »Eg held hún sé
vakandi«. Eg þykist þá líta upp og sjá Jóhann sál-
uga bróður rninn standa hjá kommóðunni minni, — og
kvenmann í náttkjól þar hjá; hún snýr bakinu að mér,
en hann horfir á mig; eg ætlaði að segja við hann: æ,
ert þú þá kominn? en finn að eg get ekkert talað fyrir
magnleysi. Hann brosir til mín. Þá heyri eg, að kven-
maðurinn í náttkjólnum segir aftur: »Eg ætlaðí að fá
Valerianadropana hjá henni, þeir eru hérna í efstu skúff-
unni« (kommóðunnar). En nú finn eg, að eg get talað, og
segi: »Nei, þar geymi eg þá aldrei, eg heli þá æfinlega
i hornskápnum; annars hefi eg ekki brúkað þá eða séð
þá nú lengi«. Við þessi orð mín snýr konan sér við og
gengur að rúminu inínu. Þekki eg þá strax, að þetta er
tengdasystir mín, og þykist af útliti hennar fullviss um
að hún sé dáin. — Vaknaði eg þá.
Morguninn eftir leituðum við hjónin að glasinu með
Valerianadropunum; þaö var ekki í hornskápnum, en inst
í efstu kommóðuskúffunni var það, látið þangað af ein-
hverjum öðrum en mér sjálfri, Og tengdasystir mín hafði
aldrei vitað þá annarstaðar geymda en í hornskápnum.