Morgunn - 01.04.1920, Page 75
MORGUNN
6. júní s. á. segir hún mér í bréfi, að hann hafi dáið 21.
des. næstl., og sendir mér þá jafnframt tvo sálma sér-
prentaða, sem hafi verið sungnir við jarðarförina; eru
það s'ómii sálmarnir sem mig dreymdi. Þann siðari kann-
aðist eg ekkert við. — Systir min segir mér, að hann só
i ntjrri útgáfu sálmabókarinnar dönsku. — Umgetið bréf
og sálmana geymi eg enn. — Þau Velschow og systir
min áttu saman 14 börn (að mig minnir), þar af munu
hafa verið dáin 6 á undan William, og 7 með honum, er
eg sá hann í svefninum ásamt hinu unga fólki í kont-
órnum á Skagaströnd. — Upphafshendingarnar tvær af
óþekta sálminum skrifaði eg strax upp samdægurs, meðan
eg myndi þær; er það blað geymt enn.
Knstindómunnn Dg sálarrannsóknirnar.
[Prófessor James H. Hyslop i New-York er einn af allra-mesta
lærdómsmönnum i flokki sálarrannsóknamamia. Fyrir nokkurum árum
lét hann al háskólakenslu til þess að helga krafta sina rannsóknunum að
öllu leyti. Siðan liefir hann afkastað svo miklu, að alla hlýtur að stór-
furða á þvi. Ein af bókum hans kom út 1918 og heitir „Lifið eftir
dauðann11 (Life after Ðeath. Problems of the Fnture Life and its Nature.
E. P. Dutton Æ Co. 681 Fifth Avenue. New York). í þeirri hók hefir
einn kaflinn þá fyrirsögn, sem stendur fyrir ofar þessar linur. Vér hirt-
um hér niðurlagið á þeim kafla i þýðingu. Auðvitað nýtur það sin
ekki eins vel vegna þets, að það vantar, sem á nndan er komið. En i
þessum niðurlagslinum koma fram meginatriði þess, sem höf. er að
brýna fyrir lesendunum í þessum kafla bókarinnar og hefir fært mikil
rök að ]
Hug trúhneigðra manna hefir hætt alt of mikið við
þvi á liðnum timum að berjast gegn vísindunum. Ef hon-
um hefði auðnast að sjá það greinilega, að vísindalega að-
ferðin er benti vinurinn hans, þá hefði hann getað haldið