Morgunn - 01.04.1920, Side 76
70
MORGUNN
efniahyggju-tilhneigingunum i skefjum. En liann hefir
ávalt verið svo slysinn og óhygginn að fjandskapast við
þá aðferðina, sem líkleg var til þess að halda uppi beztri
vörn fyrir hann. Það er eitt af því, sem liefir verið
óbifanleg trú þessara tima, að trúarbrögð og vísindi yrðu
að reka sig livort á annað, Einstakir kennimenn geta
mótmælt þessum ummælum svo mikið sem þeim sýnist;
þetta er staðreynd, sem bækur visindamanna og trúmanna
sanna, og það fyrsta, sem fiestum trúhneigðum mönnum
kemur til hugar, er að gera lítið úr vísindunum, hvenær sem
þau sanna eitthvað, er bendir í gagnstæða átt við einhverja
eftirlætis trúarsetningu.
En frá öllu þessu verður að hverfu, og raenn verða að
láta vísindin skipa það sæti, sem jafnvel kristindómurinn
hefir sett þau í. Kristindómurimi var grundvallaður á
því, sem menn fullyrtu að væru staðreyndir, en ekki á
neinum heimspekilegum hugmyndum um alheiminn. Hann
bar fyrir sig staðreyndir, er menn höfðu gefið gætur að,
til þess að sanna ódauðleikann, en ekki neinar fyrirfram
ákveðnar kenningar, sem ein öld kann að leggja trúnað
á en önnur að hafna. Hann var í raun og veru vísinda-
leg trúarbrögð, og þegar hann fór að skipa sér i andstöðu
við vísindin, var hann að leggja út á leiðina til grafar-
innar. Þangað lá leiðin, þegar hann hætti að leggja þá
áherzlu á ávextina, sem raeistari hans hafði á þá lagt,
og gerðist ófáanlegur til þess að færa sér í nyt fagnaðar-
erindi hans, um bræðralag mannanna,. I raun og veru
hefir hann aldrei reynt af neinni staðt'estu að fara eftir
kenningum Krists, hvorki að þvTí er kemur til Iækninga
né verklegra tilrauna til þess að koma á víðtæku bræðra-
lagi. Líti menn á kristindóminn í sambandi við sannindi
sálarrannsóknanna, þá uppgötva menn, á hverju hann
var grundvallaður og skipa Kristi og hans starfi í það
einstæða sæti, sem honum ber, og gefa jafnframt kristin-
dóminum vÍBÍndalega staðfesting. Það er nauðsynlegt að
reisa við kirkjuna af nýju, sem stofnun hugsæisstefnunnar,