Morgunn


Morgunn - 01.12.1925, Page 55

Morgunn - 01.12.1925, Page 55
M0E6UNN 197 ínyncl af rústum rómversks torgs. Sama gerðist, er brot af kínversku postulíni var látið milli fingra hennar; þá kvaðst liún sjá fólk með strýtumyndaða stráhatta, bert niður að miðju, það geng'i í rönclóttum buxum og vœri að vinna við bræðslustó. Ennfremur lýsti hún mexikanskri silfurnámu að innanverðu, ef henni var fenginn viðeigandi hlutur. I stuttu máli sag't, hafði eg' sannfærst um það, þegar eg fór frá Mexico, að þessi lasburða mexicanska kona væri gædd yfirvenjulegum hæfileikum, sem eg' skildi ekki. Eg skil það ekki enn. Ekki er eg heldur til þess fær aS skýra atburð nokkurn, sem kom fyrir Láru E. Osgood, Myrtle Ave, 17, Plainfield, New Jersey, og uppeldisbróður liennar Osgood Sewall að nafni, dag nokkurn í júnímánuði 1918, þegar Bandaríkin áttu í ófriðnum. I'að eina, sem jeg get sagt um það mál, er það, að eg reyndi á allan þann hátt, sem mér var unt, að rannsaka gaumgæfilega þetta einkennilega fyrirbrigði, en að því loknu var árangurinn ekki annar en sá, að eg hlaut að sannfærast um, að hér hefði gerst fágæt tegund sameiginlegra ofskynjana. Eg veit ekki, hvert var það yfir- venjulega afl, sem gat komið þessum tveim uppeldissyst- kinum til að virðast svo, þrátt fyrir milcla fjarlægð milli þcirva, sem þau befðu séð svip fiiður ungfrú Osgood, sem þá var dáiun fyrir nokltrum árum. Ef eg þekti það, Iiefði eg fnndið lykilinn að einhverjum mesta leyndardómi al- heimsins. Eg' ætla ekki að lengja þetta mál með því að skýra frá eiðfestum framburði allra hlutaðeigenda, læt mjer nægja að skýra hjer stuttlega frá því, sem virtist eiga sér stað. Það hafði verið liiti um daginn, 25. júní 1918. Síðari hluta dagsins lagði ungfrú Osgood sig fyrir í rúmi sínu: það rann hálfgert mók á hana, sennilega eftir lestur bókar- innar: ,,Með Bandaríkjamönnum liinum megin hafsins". — Myncl nppeldisbróður hennar var henni eðlilega rík í hnga, því að hann var sá eini af vandamönnum hennar, sem tók þátt í ófriðnum. Þegar hún var þannig að hugsa um hann

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.