Morgunn


Morgunn - 01.12.1925, Page 68

Morgunn - 01.12.1925, Page 68
210 M0 RGUKN verSi 5 manna nefnd til þess að rannsaka þetta. Gæti þá stefndi með tilraun sinni sannfært eigi að eins ísl. þjóðina, lieldur og Norðurlandabúa um það, að líkur séu að minsta kosti fyrir því, að Einer Nielsen hafi beitt þessari aðferð. Eg' sting' upp á, að þrír af þeim mönnum, sem voru í eftirlitsnefndinni í vetur: Páll Einarsson hæstaréttardómari, Guðm. læknir Thor- oddsen og ITalldór læknir Ilansen, verði skipaðir í þá nefnd. Þeir áttu engan þátt í komu Einers Nielsens hingað, svo að ekki getur stefndi fundið þeim það til foráttu. Mætti svo bæta 2 mönnum við, t. d. tveim af ]trófessorum háskólans. — Að vísu kann stefndi að bera því viö, að liann sé ekki „sjón- hverfingamaður“ og eigi því örðugra aðstöðu; en þá ber þess og' að gæta, að Einer Nielsen er það lieldur ekki og hefir aldrei liaft neina húgmynd um slíkar listir*). Grunewald yerkfræðingur andmælti strax þessari skýr- ingartilraun Kristjaníu-mannanna. Hann brá við og fór til Iíaupmannahafnar, frá Berlín, til þess að verja miðilinn í opinberum fyrirlestri í danska sálarrannsóknafélaginu. Ilann var þeirrar skoðunar, að þetta nýja fyrirbrigði með sauragn- irnar væri í sjálfu sér „interessant“, því að það sýndi, að „tele- plasmaið“ færi og um garnirnar og fyrir því heföu saur- agnirnai' fest sig við þaö. Ilann nefndi skýring Kristjaníu- mannanna l)látt áfram heimiku. Hann benti úndir eins á hið hliðstæða dæmi frá tilraunum dr. Crawfords (sjá The Psychic Btructures at the Goligher Circle, bls. 58—93 og bls. 105— 106; sjá enn fremur bls. 126—151). Ilann hafði þegar áður skrifað miðlinum 3 bréf, honum til hughreystingar. í einu þeirra sagði hann: „Eg er sannfærður um, að nefndinni hef- ir orðið á sú skyssa, sem aldrei fyrnist“ ; og á öðrum stað segir hann: „Þessir herrar lieíðu átt að lesa bækur Crawfords; þá hefðu ályktanir þeirra um saurinn á eftir fyrirbrigðinu orðiö nokkuð á annan veg.“ Þegar eg sá skýrsluna norsku, *) pessari áskorun svaraði stefncli ekki eimi orði, og í síðara sóknarskjali sínu benti prófessorinn á, að hann skilcli þá þögn svo, sem stefndi hefði ekki treyst Sér til að framkvavma þetta.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.