Morgunn


Morgunn - 01.12.1925, Page 71

Morgunn - 01.12.1925, Page 71
M 0 R Gr U N N 213 Hamsden, neitaði að láta taka hann nauðugan í sínum liúsum. Dr. Seharffenberg lýsti því yfir, að sér hefði virzt „trance“ miðilsins raunverulegur (sbr.: „Jeg svntes, den saa egte ut“, bls. 143 í norslia heftinu). Ilann segir enn fremur: „At Einer Nielsen er en psykopat, derom er jeg overbevisst“ (s. bls.). Líkrar skoðunar var pi'óf. Oskar Jæger (sjá bls. 142—143). Að vísu virðist hinn síðast nefndi býsna reikull í skoðunum sínum á málinu og engan veginn æfinlega samkvæmur sjálf- um sér, en hin upphaflega skoðun lians á þessu kemur livergi betur fram en í viðtali hans við „Politiken“, því er að fram- an var getiS. Eg leyfi mér að tilfæra þennan kafla úr við- talinu: — [Blaðamaðurinn:] „Einer Nielsen er þá svikari? — [Oskar Jæger:] Já. En livorki eg né aðrir nefndar- menn halda, að hann viti af svikunum. — Hvernig skýrið þér þá það, sem gerst liefir? — Eg lield, að hér sé að tefla nm skifting á persónu- leikanum. I undirvitund E. N. leynist vera („et underbevidst Jeg“), bróðir Mika, sem kemur fram og tekur við stjórninni, jafnslcjótt og hann er fallinn í dá (trance). Þetta fyrirbrigði þekkja, menn vel frá öðrum miðlum — kemur líka fram við ■ósjálfráða skrift. — Yar það þá bróðir Mika, sem framdi svikin? — Práleitt sá rétti bróðir, sein er mjög skynsöm persóna ■og elskur að sannleikanum. Fremur vondur bróðir bróður Mika, djöfull, sem liggur neðst á vitundarbotni miðilsins. Þessi vondi Mika liagaði svikunum svo klaufalega og heimskulega, að það var óhjákvæmilegt, að afleiðingin yrði sú, að veslings E. N. yrði afhjúpaður. Ojörðir hins illa bróður Mika. — Ef til vill finst mönnum það draumórakent, segir prófessor Jæger með dálítið vandræðalegu brosi, en mín skýr- ing er nú þessi: Meðan E. N. liefir verið í dái, hefir hinn illi bróðir Mika hugsað sér að fremja svik. Einer Nielsen hefir vaknað, og í eftir-dáleiðslu (Post-Hypnose) hefir liann, án þess að yita af því sjálfur, útvegað sér falsað útfrymi (Gaze),

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.