Morgunn


Morgunn - 01.12.1925, Side 89

Morgunn - 01.12.1925, Side 89
MORGUNN 231 Um það, sem gerðist á þeim fundi, báru vitni Guðm. Thoroddsen, Binar E. Kvaran, Gunnar B. Kvaran, SigurSur Tómasson, Magnús Ólafsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Vil- belm Knudsen, Ilólmfríður Knudsen, Kristinn Daníelsson, Matthías Þórðarson, Þorsteinn J. Jóliannsson og Sigríður Pálsdóttir. Vitnin staöfestu öll fundarskýrsluna í Morgni, og með vitnaleiðslunni sannaðist, að fundarmenn höfðu setið í hring og lialdist í hendur við sessunauta sína allan fundar- tímann frá >ví keðjan var mynduð, áður en ljósið var slökt, ng þangað til búið var að kveikja aftur að tilraununum lokn- um. Ilafði því engin hönd verið laus í herberginu, meðan fyrirbrigðin gerðust, hvorki miðilsins né nokkurs annars fundarmanns. Ault þess bar og allur „íasti iiringurinn' ‘ (sjá Morgunn V,l, bls. 31) vitni um útfrymis- og líkamningafyrirbrigðin, að undanteknum Kvaranshjónunum, sem voru erlendis, og II. N., sem var aðili, og staðfestu allir skýrslurnar, sem prentað- ar eru í ,,Morgni“, og að það, sem þar er eftir þeim haft, sé rétt bókað. Af þeim, sem voru á 3. fundinum, báru vitni þessi fimm : Gunnar E. Kvaran, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Vilborg Guðna- dóttir, Isleifur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. — Staðfestu þau að öllu leyti fundarskýrsluna, og sérstaklega voru þau 4, sem sátu nœst frú Sigríði Þorláksdóttur (þ. e. Isl. J., Vilb. Guðnadóttir, Aðalbjörg Sigurðard. og Guðrún Jónsdóttir) spurð um, hvernig miðillinn liefði haft handleggina, þá er tjaldinu var svift frá og frú S. Þ. telur sig hafa séð hann með handleggina upp með höfðinu. Konurnar 3 svöruðu: „Niður með hliðunum.“ En ísl. J. svaraði þessu: „Ilægri handleggurinn lá niður utan við stól- bríkina, en vitnið gat ekki betur séð en að vinstri handlegg- urinn lægi ofan á stólbríkinni fram á lærið.“ Loks skal þess getið, að prófessor Sig. Nordal, sem var annar þeirra, er liélt miðlinum á 20. fundinum (2. apríl 1924), bar vitni fyrir réttinum um þann fund. Staðfesti hann skýrsluna að öllu leyti og lýsti yfir því áliti sínu, að flutn-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.