Morgunn - 01.06.1930, Page 7
(Jppri5a ’]esú Krists,
kristinöómurinn og sdlarrannsóknirnar.
Erinöi flutt í 5. R. F. í. 28. nóu. 19Z9.
Eftir Einar H. Kuaran.
1 síðastliðnum mánuði hafa komið út greinir í einu
blaðinu hér í bænum, sem mér er kunnugt um að hafa
vakið mikla athygli. Greinirnar eru eftir félagsbróður
okkar Þorstein J. Jóhannsson kaupmann og síra Frið-
rik Hallgrimsson.
Efni þessara greina snertir svo mikið sálarrann-
sóknirnar og spíritismann, að mér finst ekki ástæðu-
laust, að þess sé getið að einhverju hér í félaginu, einkum
þar sem mikilsmetinn og ástsæll kennimaður tekur hóg-
værlega til máls til þess að svara einum félagsbróður
okkar útaf efni, sem tæplega eru skiftar skoðanir um
meðal spíritista.
Meðal annars kemst Þ. J. J. svo að orði: ,,Ef við
viljum vera hreinskilin og gæta sannleikans, þá sjáum
við, að sjálf upprisa Krists er ekki annað en að dáinn
maður birtist eftir líkamsdauðann, talar við vini sína
og gjörir sig áþreifanlegan. Nútímafyrirbrigðin hafa
sömu sögu að segja“.
Sannast að segja var eg farinn að gera mér í hug-
arlund, að mönnum væri nokkuð alment hér á landi far-
inn að skiljast sannleikurinn í þessum ummælum Þ. J. J.
Og eg held það enn. Eg hygg, að þeii*, sem á annað borð
vita, eða gera ráð fyrir, að líkamningafyrirbrigðin séu