Morgunn - 01.06.1930, Síða 8
2
M O R G U N N
raunveruleg, þeir fallist alment á það, að þau séu hlið-
stæð við upprisufyrirbrigði Nýja Testamentisins. Þeir
kunna að vilja leggja áherzlu á það, að upprisuundrin
séu öflugri, tilkomumeiri en nokkur líkamningafyrir-
brigði nútímans, eins og Jesús hafði verið máttugri vera
en aðrir menn. En eg hygg, að það sé mjög algengt orð-
ið að kannast við það, að þetta sé að öðru leyti hliðstætt, þ.
e. að á þessum tveim tímum sé um samskonar fyrirbrigði
að tefla. Um hina, sem neita veruleik þessara nútíma-
fyrirbrigða, er auðvitað öðru máli að gegna. En þeir
koma oss ekkert við. 1 þessu efni stöndum vér á föstum
grundvelli þekkingarinnar. Þeir eru í kviksyndi van-
þekkingarinnar. Engar viðræður við þá um þetta efni
geta borið nokkurn árangur.
En nú kemur jafngóður og vinsæll kennimaður eins
og síra Friðrik Hallgrímsson og mótmælir þessu. Hann
gerir það ekki frá sjónarmiði fáfræðinganna. Hann bei*
engar brigður á líkamningafyrirbrigði nútímans. En
hann heldur ]>ví fram, að ]>au séu alt annars eðlis en upp-
risufyrirbrigðin. Aðalmunurinn er sá, eftir hans skoðun,
að líkami Jesú hvarf úr gröfinni og Jesús birtist eftir
andlátið ,,með sama líkama sem dáið hafði á krossi og
verið lagður í gröf“. Auðvitað á ekki þetta við líkamninga
fyrirbrigði nútímans. Presturinn virðist ekki telja neina.
skynsamlega ástæðu til ]>ess að efast um, að rétt sé skýrt
frá þessu. Hann sér engin líkindi til þess, að menn nú á
dögum séu færari um að dæma um þetta efni en þeir
menn, sem voru sjónar- og heyrnarvottar að því fyrir
1900 árum.
Hvað sem um líkindin er, þá er sannleikurinn ómót-
mælanlega sá, að ]>etta hefir verið í meira lagi véfengt,
ekki eingöngu af hugsunarlitlum mönnum og andlegum
spjátrungum, heldur líka af mjög mörgum alvörugefn-
ustu vitmönnum veraldarinnar. Það eru ekki eingöngu frá-
sagnirnar um „tómu gröfina“, sem hafa verið véfengdar.
Upprisufyrirbrigðin hafa verið frá öndverðu aðalvígi