Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 10
4
M 0 R G U N N
ekki samhljóða. Eg hefi ritað um það fyrir mörgum ár-
um og ætla ekki að fara að rekja ]>að efni sundur nú.
Eg skal aðeins benda á ]>að, að Páll postuli byggir á alt
öðrum sögum en ]>eim, sem standa í guðspjöllunum, og
að guðspjöllunum ber alls ekki saman. Yfirleitt er ekki
svo frá upprisusögunum gengið, að þess verði krafist með
sanngirni, að þær séu teknar gildar út af fyrir sig, og
óstaðfestar af öðrum atburðum, ef farið er út af grund-
velli trúarinnar. Og auðvitað hlýtur ]>að að draga úr gildi
þeirra, ef óhlutdrægt er litið á málið, að þær eru vitan-
lega færðar í letur all-löngu eftir að atburðirnir áttu
að hafa gerst.
Eg tók það fram áðan, að engar áreiðanleyar sögur
hefðu verið til frá liðnum tímum, sem hliðstæðar hefðu
verið upprisusögunum. En upprisusögur voru til, sem vit-
anlega voru óáreiðanlegar og enginn maður trúði. Þessar
sögur voru um menn, sem teknir höfðu verið í guða tölu.
Eg skal, rétt til dæmis, benda á Ósiris, guð Egipta. Því var
trúað, að hann ætti guðdómlegan uppruna, en væri líka
sannur maður í Egiptalandi. Sem sannur maður var hann
háður dauðanum, og honum var ráðinn bani. Kona hans,
ísis, hóf leit að líkinu og fann það að lokum austan við
Miðjarðarhafið. Þangað hafði það rekið í sjónum. Hún
flutti það aftur til Egiptalands. Óvinir hennar ná í líkið,
höggva það í marga parta og dreifa pörtunum um alt
Egiptaland. ísis tekst að safna saman öllum pörtunum,
og þegar ]>að hefir tekist, kemur lífsandi í ]>á, og Ósiris
rís upp líkamlega. Ekki ]>arf að taka það fram, að upp-
risusagan um Ósiris er miklu eldri en upprisusögur Nýja-
testamentisins.
Nú er ]>að vitanlegt, að kristnin varð mjög snemma
fyrir áhrifum frá öðrum trúarbrögðum. Þar sem nú að
öðru leytinu upprisusögur voru til í öðrum trúarbrögð-
um, og þar sem að hinu leytinu engin sönnun, jafnvel eng-
in líkindi, voru fyrir ]>ví, að nokkur upprisa hefði nokkuru
sinni gerst, var þá ekki sennilegt, að kristnin hefði fengið