Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 11
MORGUNN
5
upprisuhugmyndir sínar frá öðrum trúarbrögðum, eins
°g títt er, þegar slíkur flutningur gerist á hugmyndum
uiannanna um þau efni, sem annaðhvort eru alls ekki raun-
veruleg eða þá ekki nema að nokkru leyti? Svo ályktuðu
menn að minsta kosti.
Enn var eins að gæta. Mennirnir höfðu á öllum öldum
látið blekkjast til trúar á hinar furðulegustu og fráleit-
ustu staðleysur. Einkum hafði um þetta verið að tefla,
þegar inn í trúgirnina var ofin vissa um verulegar sál-
rænar gáfur þeirra, sem menn töldu undramenn. Ef vissa
fæst um eitthvað yfirvenjulegt, þá er eins og sumir menn
eigi svo örðugt með að nema staðar við það, sem áreið-
anlega hefir gerst, og séu ]>ess albúnir að fara að trúa við-
bótunum. I>að virðist afarörðugt mannkyninu, að hrista
alveg þess konar blekking af sér. Jafnvel á síðustu öld-
inni, með öllum hennar efasemdum og véfengingum, komu
fram hin furðulegustu dæmi um þetta. Eg ætla að geta
um tvö dæmi, eingöngu sem sýnishorn.
Fyrir miðja 19. öldina andaðist á Englandi kona,
sem hét Jóanna Southcott. Hún hafði spádómsgáfu. Eng-
inn vafi virðist leika á ]>ví, að um yfirvenjulegar gáfur
var að tefla hjá henni. Svo bar það við, að hún fór að
þykna undir belti, og hún boðaði það, að af sér mundi
fæðast fóstur, sem ekki ætti neinn jarðneskan föður, held-
ui væri getið af heilögum anda. Áhangendur hennar, sem
ætluðu sér að veita hinu heilaga barni lotningu, skiftu
þúsundum. Konan veiktist, hafði miklar þrautir í lífinu.
Menn hugðu, að nú væri komið að fæðingu þessa himneska
sendiboða. En konan dó, og þegar skurður var gerður á
íkinu, kom það í ljós, að hún hafði dáið af meini, sem
laiði valdið ]iykkildinu. Nú mætti ætla, að úti hefði verið
um i ylgið við hana og barn hennar. En svo var ekki. Jó-
anna Southcott á sæg af fylgismönnum enn í dag. Og von-
ng *n um barnið skýra þeir svo, að það hafi verið upp
nunn til himna samstundis sem ]>að fæddist.
Hitt dæmið er frá Suður-Afríku. Þar andaðist mað-