Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 12
6
MORGUNN
ur snemma á þessari öld, sem hafði undarlegar hugmyndir
um sjálfan sig. Meðal annars trúði hann því, að hann
hefði fengið opinberun um, að hann ætti að eiga þrjár
konur. Einni þeirra var hann kvæntur með löglegum
hætti, en hinum tveimur bætti hann við sig. Annað at-
riði, sem hann hafði fengið sér opinberað, eftir því sem
hann var fastlega sannfærður um, var það, að hann mundi
aldrei deyja. I»essi maður fékk hina ákveðnustu fylgis-
menn, og meðal þeirra voru allar konur hans. En hann dó
eins og aðrir menn. Nokkru eftir andlát hans átti merk-
ur Englendingur tal við eina konuna hans. Við þann
Englending hefi eg sjálfur talað um málið. Hann sagði
mér, að konan hefði verið ensk, vel mentuð og útlærð
lijúkrunarkona. Hann spurði konuna, hvernig hún hefði
getað farið að trúa hinum furðulegu heilabrotum manns-
ins. Hún svaraði á þá leið, að ef hann hefði séð það, sem
hún hefði séð, þá mundi hann líka hafa trúað. Maðurinn
hafði fengist við lækningar á sjúklingum, sem hún stund-
aði. Lækninga-árangur hans var dásamlegur. Meðal ann-
ars sagði hún Englendingnum frá sjúklingi, sem ]>jáðist
af innvortis krabbameini. Um sjúkdóminn var, eftir frá-
sögn hennar, enginn vafi. Margir læknar hefðu athugað
sjúklinginn og þeim borið öllum saman. Lækningamaður-
inn gerði „magnetiskar" strokur eða sveiflur uppi yfir
sjúka líkamspartinum, og ]>ví næst lagði hann á hann
heitan bakstur úr sagi. Eftir nokkurn tíma var meinið
komið út úr líkamanum undir sagbakstrinum, líkt og full-
yrt er að gerist hjá krabbameinslækninum í London, en
svartur blettur eftir á hörundinu. I>essi blettur fékk síð-
an eðlilegan hörundslit, og sjúlkingurinn varð al-heill.
Þessi reynsla konunnar og þetta dæmi, sem eg
hefi hér tilfært, er ekki nema eitt sýnishorn af ]>eirri
reynslu, sem olli ]>ví, að konan tók trúanlegar allar stað-
hæfingar lækningamannsins um þær opinberanir, sem
hann hefði fengið — líka þær, að hann ætti að eiga þrjár
konur í einu, og að hann ætti aldrei að deyja.