Morgunn - 01.06.1930, Síða 22
16
MORGUNN
og andlegi alheimur að færa út sitt verksvið. Hlutirnir
hafa verið til frá alda öðli, en vér erum að koma auga
á þá. Svo er um allar vísindalegar uppgötvanir. Radium
varð ekki til, þegar frú Curie fann það. Það varð að
uppgötva X-geislana. Vér erum smám saman að koma
auga á þetta. Vér eigum langa leið fyrir höndum. Vís-
indin eru ekki nema 200 til 300 ára gömul. Vér erum að
klóra í yfirborð hlutanna. Möguleikarnir fram undan oss
eru afar-miklir. Mannkynið er á morgni tímanna. Hver
getur sagt, hvert verksvið kann að verða á þessari plá-
netu eftir eina miljón ára? Full ástæða er til þess að gera
ráð fyrir, að sólin muni ekki slokkna um margar miljónir
ára, og að þessi pláneta verði því byggileg, og að mann-
kynið, sem ef til vill hefir verið til 20,000 eða ef til vill
50,000 ár, hafi miljónir ára fram undan sér. Eg veit ekki,
hvað maðurinn verður þá. Ætli vér höfum alt af sömu
aðferð til ])ess að losna við líkamann? Ætli vér neyð-
umst alt af til þess að líta á dauðann sem nokk-
urs konar skapraun, vegna ]>ess að vér þurfum að ráð-
stafa líkinu? Það er ekkert að fara burt; en vér skiljum
líkamann eftir. Líkaminn er skapraun, eftir að honum
hefir verið hafnað; hann er óviðfeldinn hlutur. Jæja, eg
held, að kristindómurinn kunni að hafa á boðstólum
bending um, hvað oss kunni að verða fært síðar. Ef nægi-
lega háleitur andi býr í líkamanum, þá er ekki óhugs-
andi, að hann þurfi ekki að sjá rotnunina. Það getur
verið, að líkblæjurnar einar verði eftir. Það getur verið,
að vér höfum þarna frumburði þeirra, sem sofnaðir eru.
Það getur verið, að mannkynið komist svo hátt á ókomn-
um tímum, að gröfin verði tóm í öðrum skilningi. Vor-
ar grafir verða ekki tómar. Vér erum skamt komnir.
Vér erum ekki nægilega hátt hafnir yfir dýrin. Líkamar
vorir verða eftir alveg eins og líkamar dýranna. En
það er ekki sjálfsagt, að svo verði ávalt. Líkami Hans
var ummyndaður — geislar stóðu út frá honum. Andinn
verkaði á efnið. Ekki eingöngu eins og hann verkar á