Morgunn - 01.06.1930, Side 23
M0R6UNN
17
oss, heldur með einhverjum æðra hætti, umbreytti —
aflíkamaði.
„Fyrir því tel eg vitnisburðina um aflíkömun fremur
mikilvæga. Eg vona, að þeir séu góðir og áreiðanlegir, en
eg er ekki sannfærður. Það er vegna þess, hve möguleik-
ar aflíkömunarinnar eru mikilvægir. Eg vona, að að-
ferð vor við að losna við líkamann á ókomnum tímum
verði sú, að aflíkama hann, og þá verður dauðinn ánægju-
legur atburður; miklu einfaldari en nú“.
Svo ])ið sjáið, að við höfum enga tilhneiging til ]>ess
að gera lítið úr frásögnunum um „tómu gröfina". Hún
verður að eins nokkuð annars konar tákn og nokkuð ann-
ars konar vongjafi en áður hefir verið haldið fram..
Áður en eg lýk máli mínu, langar mig til að lesa ykk-
ur nokkurar línur úr ritgjörð síra Friðriks Hallgríms-
sonar. Eg vona, að enginn, hvorki hann né annar, skilji
það svo, að eg hafi einhverja tilhneiging til þess að deila
við hann. Eg hefi enga löngun til að deila við neinn, og
sízt við vini mína. Eg les þessar línur og geri dálitlar
athugasemdir við þær, af ]>ví, að eg tel afar-mikilsvert,
að málið sér rætt og hugleitt. Línurnar eru þessar:
„Það er fjarstæða að segja, að kristin trú standi eða
falli með niðurstöðum þessara rannsókna. Því að bæði er
kristin trú annað og meira en trú á framhaldslíf manns-
ins eftir líkamsdauðann. Og svo hafa þeir líka verið
fleiri en tölu verður á komið, á liðnum öldum kristninn-
ar> sem enga hugmynd hafa haft um spíritisma, en verið
Þó trúaðir kristnir menn. Og svo er enn. Því að kristin
trú er andlegt samlíf kristins manns við föður sinn
himneskan og frelsara, bygt á opinberun Jesú Krists. Og
þeirrar andlegu auðlegðar og blessunar njóta líka ótelj-
^ndi smælingjar, sem enga hugmynd hafa um vísindalegar
rannsóknir“.
Frederic Myers hefir í raun og veru svarað þessum
ummælum fyrir meira en þrjátíu árum, í þeim litla kafla,
sem eg las ykkur áðan eftir hann. Hann sýndi þar fram