Morgunn - 01.06.1930, Page 24
18
M 0 E G U N N
á, að ef árangur sálarrannsóknanna yrði að engu, þá
mundu sannanir kristninnar verða fyrir þeim hnekki, sem
mundi ríða þeim að fullu.
Eg ætla að taka málið frá ofurlítið annari hlið. Eg
ætla að leggja áherzlu á þau ummæli vinar míns, prests-
ins, að kristin trú sé andlegt samlíf kristins manns við
föður sinn himneskan og frelsara, bygt á opinberun Jesú
Krists. Hvað er opinberun Jesús Krists? Hún er ekki
eingöngu kenning hans um föðurinn og afstöðu vora til
hans, né það eftirdæmi, sem hann hefir oss eftir látið.
Hún er líka máttarverk hans og upprisa. Þetta er alt svo
samanofið, að það er fásinna að hugsa sér, að kenningin
og eftirdæmið bíði engan hnekki við það um allar aldir,
að máttarverkin og upprisan leysist upp í reyk. Og mann-
kynið nýtur aldrei til lengdar jjeirrar andlegu auðlegðar og
blessunar, sem presturinn er að tala um, ef svo fer. Það er
einmitt eitt af því, sem einkennir kristindóminn frá öðrum
trúarbrögðum veraldarinnar, að hann er bygður ekki ein-
göngu á kenningum neins djúphyggjumanns, heldur á stað-
reyndum, sönnunum, eins og heimspekingurinn og sálar-
rannsóknamaðurinn prófessor Hyslop hefir sýnt svo
greinilega fram á og haldið svo fast fram. Fyrir því skiftir
það svo afar-miklu máli fyrir kristindóminn, að ]ætta,
sem talið hefir verið staðreyndir hans, sannanir hans,
verði ekki að engu. Og einhver mesta hætta kristni mar
er sú, að kennimenn hennar skilji ]>etta ekki.
Og svo er málið enn víðtækara en ])etta. Hvað verð-
ur um siðgæðishugmyndir mannkynsins, ef trúarhugmynd-
irnar fara alveg forgörðum? Út af þeirri spurningu ætla
eg að minna á ummæli Mc Dougalls, prófessors í sálar-
fræði við Harvard-háskólann í Bandarílcjunum, ummæli,
sem minst var á í Morcjni fyrir nokkurum árum og eru
í ræðu, sem hann hélt í Boston. Hann var að tala um nokk-
uð líkt efni og eg hefi verið að tala um í kvöld. Hann
var að halda því fram, að á því yrði ekki vilst, að ver-
öldin yfirleitt, og einkum vor vestræna menning, sé að