Morgunn - 01.06.1930, Page 26
20
M 0 R G U N N
mentamannanna kemst að þeirri ályktun, að hin dásam-
legu fyrirbrigði Nýja Testamentisins hljóti að vera óá-
reiðanlegar helgisagnir.
Það stendur nokkuð tæpt með sannan kristindóm í
]>essari veröld okkar. Sú kynslóð, sem nú er uppi, hefir
lifað þá atburði, er ættu að hafa getað opnað á mönn-
um augun fyrir því. Oss var sýnt, á árunum 1914—1918,
niður í það hyldýpi, sem fjærst virðist liggja hugsjón-
um Jesú frá Nazaret. Þegar litið er á ástandið í ver-
öldinni, þá er ekki eingöngu ástæða til að gleðjast út af
„andlegu samlífi kristins manns við föður sinn himnesk-
an og frelsara“. Eg er hræddur um, að þess samlífs kenni
nokkuð lítið hjá allmiklum hluta mannkynsins. Og eg
verð við það að kannast, að mér er það tvent nokkuð tor-
skilið, að kennimönnum kristninnar skuli ekki vera ]>etta
ljósara en þeim virðist ]>að vera, og að þeir skuli ekki vera
friðlausir eftir að afla sér þeirrar aðstoðar, sem á boð-
stólum er í hinni nýju þekkingu — aðstoðar til þess að
reka erindi hans, sem þeir telja meistara sinn, leiðtoga
og konung — eins og eg hygg, að við teljum hann öll.