Morgunn - 01.06.1930, Page 30
24
MORGUNN
nema punkta, því þeir tala vanalega svo ótt. Þegar við
komum svo heim á hótelið, þar sem við bjuggum, færði
eg fundina inn í bók, sem eg hafði til þess, og bar und-
ir hana, hvort rétt væri með farið; eru því fundargerð-
irnar vottfestar af henni. Á seinasta 'fundinum var
með mér frk. Guðrún Helgadóttir, héðan úr Reykjavík;.
gerði hún það sama fyrir mig og Sigríður hafði gert á
hinum fundunum.
Eg vil taka það strax fram, að um flest af því,.
sem kom fram á þessum fundum, var mér kunnugt
áður, svo segja, má, að það sé tekið úr undirvitund
minni. Þó eru nokkur atriði, sem eg hafði enga hug-
mynd um, mieir að segja kom sumt ekki fram fyr en
seinna, svo um að það gat enginn vitað þá. Mun eg geta
þess, um leið og eg segi frá því. Þess skal getið, að
þegar jeg spurði einhvers, fékk eg vanalega óskýr eða
röng svör, en samkvæmt undirvitundar-skýringunni
hlefði eg þá sérstaklega átt að fá þau svör, sem eg
bjóst við.
Sumir eru að undra sig á því, að hinir framliðnu
skuli vera að hugsa um alla ])essa smámuni, sem sagt er
frá, t. d. á þessum fundum. Mér dettur ekki í hug, að þeir
séu þeim yfirleitt nokkurs virði, en ]>að er viðurkent, að
smámunirnir séu beztu sannanirnar, sem hægt er að koma
með. Það áleit Haraldur, að minsta kosti, og ]>ví er ekk-
ert eðlilegra, en að hann haldi sér við þá. Honum voru
lýsingar frá hinum heiminum einskiia virði, fyr en veran
hinum megin frá var búin að sanna, hver hún var, með
endurminningum.
Hér fara nú á eftir fundarskýrslurnar; auðvitað er
ýmsu slept úr þeim, bæði atriðum, sem ekki virðist vera
neitt á að græða, og öðru, sem við kemur einkamálum svo>
mjög, að frá því verður ekki sagt.