Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 31
MORGUNN
25
Fundurinn með Mrs. Livingstone,
17. júlí 1929.
Miðillinn hefir lengst af aftur augun; er þó ekki í
dái, og ekki talað í gegn um hann.
Miðillinn byrjar á að tala um ungan mann, sem
hafi dáið mjög skyndil'ega. Hann hafi verið laglegur,
bjartleitur, svipmikill, spyr, hvort hann muni hafa getað
dáið af flugslysi, (við könnumst ekki við það) ; af slysi
segir hún að hann hafi að minsta kosti dáið, það hafi
orðið árekstur, og svo hafi alt verið búið. Hún segir, að
hann hafi að nokkru leyti verið búinn að ná einhverju
nrarki, en hafi veiúð fullur af áformum um það, sem
hann ætlaði að gera og taka að sér. Ilann sé mjög ákaf-
ur að koma skilaboðum til móður sinnar, sem sé á lífi
°g eigi heima í sama bæ og við; hann biður að heilsa
hienni, en biður mig að hjálpa henni með þekkingu minni
á þessu máli. Ungi maðurinn sýnist hafa afar-sterk áhrif
á miðilinn, sérstaklega slysið sem varð honum að bana og
það, hvað hann hafi átt mikið eftir ógert í heiminum.
Þegar hér var komið, man eg eftir, að eg var með
ttiynd af Jóni Thoroddsen í töskunni minni; hafði móðir
hans, frú Theodóra Thoroddsen, beðið mig fyrir hana.
Sjálf sá eg aldrei Jón Thoroddsen, en mér er sagt, að
lýsingin geti átt við hann, og hann dó af slysi í Kaup-
mannahöfn, varð fyrir bíl; hafði hanrr þá nýlokið prófi,
en var fullur af framtíðarfyrirætlunum.
Miðillinn segir, að með unga manninum sé eldri
maður; hann hafi viljað lofa unga manninum að komast
uð, en eftir að hún fer að lýsa eldri manninum, tekur
hann hana svo föstum tökum, að ekkert annað kemst að.
Hún lýsir honum svo, að hann sé hár maður og þrekinn,
sérstaklega um herðarnar, með hátt enni, stórt nef, dá-
lítið sköllóttur og með einhvern kæk við munninn. Ekki
veit hún fyrst, í hvaða sambandi hann hafi staðið við mig,
Gn kemst þó að lokum að þeirri niðurstöðu, að hann hafi