Morgunn - 01.06.1930, Blaðsíða 32
26
M 0 R G U N N
verið maðurinn minn. Hún segir, að hann tali um tvo
unga menn, sem standi í sambandi við hann og eg hugsi
nú sérstaklega um annan þeirra.. Segir, að ungi maðurinn
standi á einhverjum tímamótum, og eg hafi áhyggjur
út af honum. Segir, að eg þurfi þess ekki, það muni alt
ganga vel með hann. Eg skuli orða mjög varlega, það
sem eg segi honum; eg muni vera nýbúin að skrifa hon-
um, en eg skuli ekki senda það bréf. Heldur, að piltur-
inn sé hinum megin við hafið.
Eg geri ráð fyrir, að þessir tveir ungu menn séu syn-
ir Haralds af fyrra hjónabandi. Yngri pilturinn, Korne-
líus, stundar háskólanám við Tufts-háskóla í Banda-
ríkjunum, len það hefir verið ýmsum erfiðleikum bundið
fjárhagslega. Eg hafði einmitt skrifað honum kvöldinu
áður, en þessi fundur var haldinn, og meðal annars kvart-
að yfir, hvað ónýtur hann væri að skrifa okkur; auðvit-
að sendi eg bréfið ekki, en skrifaði annað, þegar eg hafði
fengið þessa leiðbeiningu.
Þá fer maðurinn að tala um eitthvert barn, sem
við spurningar sýnist Vera ung stúlka. Segir, að hún
klæði sig ekki nóg, og eg eigi að segja henni það. Þetta
mun vera Elín, stjúpdóttir mín, sem býr hjá mér, en
þau feðginin höfðu oft deilt um klæðnað hennar; þótti
pabba hennar hún ekki klæða sig nógu skjóllega. Þá
talar hann um börn, sem við höfum átt, þau séu tvö.
(Það er rétt). Gömul kona kemur fram, sem miðillinn
hieldur að sé móðir mín; lýsingin óskýr, en gat verið rétt,
það sem hún náði; segir, að hún sé mjög glöð yfir, að
vera hér með Haraldi. Þá fer Haraldur að tala um mynd
af sér, sem eg hafi hengt upp á vegginn heima í stof-
unni minni; hún hafi verið stækkuð úr lítilli mynd, og
vill láta mig vita, að hann sé ánægður með, hvar hún
hangi. (Þetta er rétt). Hann talar um að hann hafi átt
einhvern einkennisbúning, en miðillinn getur ekki áttað
sig á, hvernig hann hafi verið. Prestabúningurinn enski