Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 34
28
MORGUNN
Eg efast ekki um, að kona sú, sem hér er talað um,
er móðir mín, sem var dáin þá fyrir fjórum mánuðum.
Lýsingin á henni og klæðnaði hennar er nákvæmlega rétt
í öllum atriðum. Verkið, sem hún hafði ekki lokið við,
voru inniskór, sem hún hafði verið að prjóna, en eg lagt
til hliðar eftir dauða hennar. Myndin á móti dyrunum
er mynd af föður mínum; hékk hún yfir rúmi móður
minnar.
Þá fer miðillinn að lýsa eldri manni, sem sé kominn;
lýsir honum mjög líkt því, sem hinn miðillinn hafði sagt.
um morguninn, að því viðbættu, að hann segir, að þegar
sjái utan á kjálkann, ]>á sé hann mjög langur. Eftir a5
þessi maður kemst að, koma engir fleiri; þegar komið er
langt fram á fundinn, fer miðillinn að afsaka, að eftir
að þessi maður hafi komið, geti hann ekki náð í neitt
annað, því áhrifin frá honum séu svo sterk, að hann
hleypi engum öðrum að. Eg segi þá, að hann skuli ekki
kæra sig um það, því fundurinn sé fyrir þennan mann
gerður, en aldrei virtist miðillinn uppgötva, hvaða sam-
band hefði verið okkar á milli.
Fyrstu skilaboðin frá manni þessum eru þau, að eg
hafi áhyggjur út af einhverju, sem eg hafi skilið við
heima, af því að mér finnist svo mikil ábyrgð hvíla á
mér; segir hann, að eg skuli vera alveg róleg, það verðí
alt í lagi, þegar eg komi heim. Sannleikurinn var sá,
að það hafði gripið mig ákafleg eldhræðsla í sambandi
við íbúð mína heima. Eg bý í Laugarnesspítala, sem er
gamalt timburhús og því eldfimur mjög, en ábyrgðin
gagnvart sjúklingunum afskapleg, að mér fanst, ef mað-
ur leiddi yfir þá eldsvoða. Stjúpdóttir mín og vinkona
hennar, sem báðar vinna á bæjarsímanum í Reykjaví'k,
bjuggu í íbúð minni, á meðan eg var í burtu, og mér
fanst nú, að eg hiefði ekki brýnt nægilega fyrir þeim,
að fara gætilega með rafmagnið, og skilja ekki eftir
straum á járni eða plötu, þegar þær væru ef til vill í