Morgunn - 01.06.1930, Page 35
MORGUNN
29
burtu heila daga. Þetta þjáði mig mjög fyrstu dagana
í London, en hvarf algerlega eftir að eg fékk þessi boð.
Þá fer miðillinn að tala- um brjóstnælu, sem eg bar
framan í kjólbrjóstinu, — hvað sé með hana? Segist
hann sjá hönd, sem bendi á næluna, heldur fyrst, að
það sé konuhönd; segir, að hún sé löng og mjó, mjög fal-
lega löguð. En þegar eg svo fæ miðlinum næluna, segir
hann, að hún standi í sambandi við manninn, sem hann
hafi verið að tala um, en Haraldur hafði einmitt óvenju-
lega langa, mjóa og fallega hönd. Segir miðillinn, að
áhrifin frá nælunni sé mjög sterk elska, fyrsti stafur-
inn í nafni konunnar, sem eigi hana, sé A, og sé hún
fædd í janúar. Eg er fædd í janúar, en nælan var gjöf
frá Haraldi á brúðkaupsdegi okkar. Rétt á eftir segir
miðillinn, að í töskunni minni sé lítill hlutur, sem mað-
urinn minn hafi átt, en þar var pennahnífur úr gulli
með fangamarki Haralds, sem honum hafði verið gefinn
einu sinni. Eg fékk þá miðlinum lika hnífinn, og hélt
hann á honum og nælunni, það sem eftir var fundarins.
Miðillinn segir, að maður þessi muni hafa verið vís-
indamaður, og svo ákafur starfsmaður, að hann hafi
aldrei getað hvílt sig; þegar hann hafi ætlað að hvíla sig,
hafi hann aðeins sökt sér niður í eitthvað annað starf;
heldur, að hann hafi eyðilagt heilsu sína með þessu, hafi
verið útslitinn fyrir tímann. Segir, að hann hafi verið
fyrirlesari og altaf vinnandi að því að fræða og hjálpa
öðrum; þeir, sem til þekkja, vita, hve rétt lýsing þessi
er. Inni í stofu á heimili mannsins sé hlutur, til vinstri
handar, þegar inn sé gengið, sem honum hafi verið gef-
inn sem þakklætisvottur fyrir starf. Segir svo, að maður-
inn sé að tala um einhverja bók, sem honum þyki mikið
varið í og eg taki stundum fram og sé að skoða. — Þessi
bók m,un vera biblla, í afarskrautlegu bandi, sem læri-
sveinar Haralds frá háskólanum gáfu honum á 50 ára
afmæli hans; biblían er inni í bókaskáp, sem stendur til
vinstri handar, þegar komið er inn í stofuna, og eg hafði