Morgunn - 01.06.1930, Síða 38
32
M 0 R GU N N
illinn, hvort eg hafi verið í hring, sem reynt hafi að taka
slíkar myndir, og kannast eg við það. Alt í einu segir
hann, að maðurinn segi: „Steinninn er farinn“ og skilur
miðillinn ekki við hvað hann á, en eg þóttist vita að hann
mundi eiga við það, að úr nælunni, sem miðillinn hélt á,
var dottin perla, sem var í henni miðri, en umgjörðin
hafði verið beygð saman, svo ekkert bar á því. Þá nefn-
ir miðillinn nafnið Andrés, skýrt, segir, að maðurinn
segi, að hann sé miðill heima hjá okkur og hann biðji
mig að skila til hans, að hann skuili halda áfram og ekki
gefast upp. Sennilega er hér átt við Andrés Böðvarsson.
Miðillinn segir, að maðurinn hafi stundað nám í
landi, sem byrji á D., en þegar hann hafi komið heim,
sýni hann sér, að hann hafi farið að starfa eitthvað í
sambandi við kirkjuna. Haraldur las guðfræðina í' Dan-
mörku. Hann segist hafa átt í deilum við lögfræðing.
Deilur Haralds við Gísla Sveinsson sýslumann ei’u mörg-
um minnisstæðar. Miðillinn segir, að maðu'rinn sé svo á-
kafur, að hann hafi ekki tíma til að skila einu frá hon-
um, þá sé hann byrjaður á öðru. Segir, að mál, sem eg
hafi verið að fást við, áður en eg fór að heiman, muni
fá góðan framgang. (Það reyndist rétt). Ennfremur segi
maðurinn, að eg hafi verið að fara í gegn um bréf og
pappíra, sem standi í sambandi við sig, áður en eg fór
að heiman; honum hafi þótt vænt um það, því hann sé
þá með mér og nái til mín. Miðillinn segir, að maðurinn
sýni nú silkivasaklút, sem hann segi, að eg hafi gefið sér;
eg neita því, en miðillinn segir, að hann veifi klútnum
hlæjandi og ségi, að eg hafi víst gert það; rifjaðist þá
upp fyrir mér, að þetta var rétt.
Aftur er minst á drauminn, sama og um morguninn.
Sagt, að eg muni bráðlega fara til staðar, sem byrji á C.,
þar eigi eg að vinna eitthvað fyrir þetta mál, spíritismann,
eg hafi verið í efa, en eg eigi að gera það. Eg býst við
að hér sé átt við enska nafnið á Kaupmannahöfn
(Copenhagen), en þar hélt eg nokkrum vikum seinna fyr-