Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 44
38
MORGUNN
heilsa Kvaran, vini sínum og biðji hann að halda áfram
með að hjálpa mér að velja í bækurnar.
Miðillinn segir, að maðurinn tali um konu sína í
andaheiminum, reynir að koma nafni hennar, en verður
úr því Berga eða Bekka. Segir, að maðurinn segist hafa
ferðast mikið, bæði utanlands og á ættjörð sinni. Hann
hafi ekki verið heima, þegar fyrri kona hans hafi dáið;
hann hafi ferðast á hesti, hafi dottið af baki og meitt sig
í höfuðið. Miðillinn segist fnna til í höfðinu.
Mér er sagt að spyrja einhvers; eg spyr Harald þá,
hvort hann vilji ekkert segja nm litla drenginn sinn.
Miðillinn nefnir nafnið Jón, segir að hann sé að passa
eitthvað, það sé ágætt, eg þurfi ekki að óttast, að hann
geri það ekki vel. Drengurinn var hjá elstu systur sinni,
Soffíu, sem gift er Sveini Sveinssyni, framkvæmdarstjóra
Völundar; átti hann að fylgja eftir úti ungum drengjum
þeirra hjóna og var það rétt, að eg hafði óttast hálft í
hvoru, að hann mundi ekki rækja starfið nógu vel. Þá
segir Haraldur, að kona í andaheiminum líti eftir drengj-
umum, nefnir stafinn K., en síðan kemur skýrt nafnið
Kristín; segist þá miðillinn sjá hana, það sé konan, sem
komið hefði í fundarbyrjun. Kristín var framúrskarandi
barngóð, og höfðum við oft spáð henni að hún mundi
halda áfram að palssa börn, þó hún færi yfir í hinn
heiminn. Miðillinn skilar frá Haraldi: „Kristínu líður
ágætlega, við erum góðir vinir hér, hún biður að heilsa“.
Segir, að fæðingardagur Kristínar yfir í andaheiminn sé
í næsta mánuði. (Hún dó í ágúst, svo þetta var rétt).
Sjálfur segist maðurinn hafa dáið í marz í fyrra. Hann
segist hafa dáið skyndilega, hafi fengið lungnabólgu,
(mun vera rétt), sig hafi langað að lifa lengur og sjá
litlu börnin sín stækka. Eg spyr þá, hvort hann geti sagt,
hvar litla stúlkan hans sé núna. Miðillinn heldur, að hún
sé uppi í sveit, því að það séu hús eins og í sveit; segir
að hún hafi ekki verið vel hraust, og muni hafa gott af
því upp á heilsuna, að fara þetta. (Þetta er rétt). Þá