Morgunn - 01.06.1930, Page 45
MORGUNN
39
biður Haraldur að skila til Kvarans, að hann hafi hitt
bróður hans í andaheiminum, hann hafi hjálpað sér.
Segist hafa talað við Kvaran hjá þessum miðli, og líka við
dóttur sína og mann, sem hafi verið með henni. Talar um
að hann eigi tvo bræður lifandi á jörðunni. (Rétt). Eg
sPyr þá, hvort hann muni, hvað margar systur hann eigi;
bví kemur miðillinn ekki réttu, en segir að fyrsti stafur-
lr>n í nafni einnar systurinnar sé M. (Hún heitir Marta).
Segir, að næst yngsta systir sín hafi verið eitthvað veik.
Eg segist ekki vita til þess; hann segir, að eg muni þá
frétta það seinna.
Haraldur fer nú að tala um mömmu mína, segist
bafa hitt hana í andaheiminum. Miðillinn heldur að hún
bafi dáið fyrir 3—4 mánuðum síðan. Segir, að hún hafi
verið veik nokkuð lengi, en hafi dáið rólega, hafi verið
Weðvitundarlaus seinasta tímann. (Þetta er alt rétt).
Hún líti út fyrir að hafa verið 60—70 ára, en geti þó
verið eldri; lýsir henni nokkuð, og er lýsingin rétt. Segir,
að hún eigi mann í andaheiminum, hann hafi dáið löngu
á undan henni. Reynir að stafa nafn hennar, en nær ekki
nema Si., segir, að stafurinn E standi líka í sambandi við
bana. (Móðir mín hét Sigríður og var Einarsdóttir).
Móðir mín biður að heilsa og biður að segja, að Harald-
ur hafi gert f jarskamikið fyrir sig síðan hún kom yfir lum
Fundur með Mrs. Garrett,
23. júlí 1929. '
Miðillinn sofnar strax, talar létt og viðstöðulaust,
vill ekki láta spyrja sig, það truflar auðsjáanlega.
Fyrst spyr miðillinn, hvað sé með Holland, hún fái
svo sterk áhrif af Hollandi, en þangað fórum við Sig-
víður viku síðar. Þá talar hún heilmikið um tvær gamlar
bonur, sem eg gat þó ekki fengið neitt verulegt vit úr.
Segir mér síðan ýmislegt ium sjálfa mig og segir, að eg