Morgunn - 01.06.1930, Síða 46
40
M 0 R G U N N
eigi bróður í andaheiminum, sem reyni að hjálpa mér
eftir því, sem hann geti.
Þá segir miðillinn, að við hliðina á bróður mínum
standi nú eldri maður, sem standi í nánu sambandi við
mig, seinna kemst 'miðillinn að þeirri niðurstöðu, að
hann hafi verið maðurinn minn. Segir, að þessi maður sé
ljómandi fallegur, hann sé hár, og þrekinn, brosi yndis-
lega, augun sýnist dökk, hann sé nokkuð mikið sköll-
óttur, andlitið ákaflega svipmikið. Hann hafi dáið snögg-
lega, hafi haft einhvem innvortis sjúkdóm, þreifar á
lí'finu, hægra megin, segir að hann hafi haft þraut þar
og fyrir bringspölunum, en svo hafi komið eitthvað með
lungun líka. (Þetta er alt saman rétt). Miðillinn segir,
að maðurinn segi, að eg hafi með mér litla mynd af sér,
en svo tali hann líka um mynd, sem eg hafi látið stækka,
hann sé yngri á þeirri mynd. (Hvorttveggja rétt). Talar
um, hve næm eg sé fyrir að taka á móti hugsunum frá
sér; minnir mig á, að eg hafi oft tekið á móti hugsunum
sínum, á meðan hann lifði á jörðunni, hafi náð í þær,
áður en hann hafi getað talað þær.
Alt í einu segir miðillinn: ,,Átti hann son?“ en fer
svo strax á eftir að tala um, að hann hafi haft miklar á-
hygffjur út af fjárhagslegri afkomu minni, honum hafi
fundist hann skilja svo illa við á þann hátt. Segir, að
hann sé ákaflega þakklátur fyrir það, að mér hafi verið
hjálpað yfir verstu örðugleikana, það muni alt ganga vel
héðan af. Þá segir miðillinn, að maðurinn segist muna
eftir gamla húsinu, sem við höfum búið í áður. Talar um
hafið, en veit ekki í hvaða sambandi það er. Segir, að
maðurinn hafi átt einkennisbúning, en veit ekki hvernig
hann hefir verið.
Þá fer maðurinn að tala um tvö úr, segir, að eg eigi
annað úrið og beri það, (það var seinasta gjöfin frá Har-
aldi til mín). Hitt úrið hafi hann átt, við það sé keðja,
eg hafi lagt það til hliðar. (Rétt). Þá fer hann að tala um
litla drenginn sinn, hann hafi verið heilsulítill, en eg