Morgunn - 01.06.1930, Síða 48
42
MOEGUNN
bergi okkar, hann segi, að eg hafi tekið eitthvað burtu
þaðan, eftir að hann dó. Eg hafði tekið burtu annað
barnarúmið. Hann segir, að eg verði sín oft mjög mikið
vör og geti talað við sig í huganum. Eg hafi farið í ein-
hverja ferð seinasta árið, sem hann lifði; hann hafi ekki
farið með mér. Síðan hann hafi komið yfir um, hafi hann
óskað svo mikið eftir, að hann hefði getað farið með mér,
svo við hefðum verið saman, meðan hægt var, og notið
þessarar ferðar saman. Eg fór til Hollands seinasta sum-
arið, sem Haraldur lifði; við töluðum mikið saman um
ferð mína, þegar eg kom heim aftur, og hann lofaði mér
þá, að ef eg færi einhvern tíma aftur, skyldi hann fara
með mér, ef þess væri nokkur kostur.
Miðillinn segir, að nú tali maðurinn um andlát sitt.
Hann hafi verið búinn að taka mikið út, en seinustu
stundirnar hafi hann sýnst meðvitundarlaus; hann. hafi þó
haft meðvitund lengur en við höfum haldið. Eg hafi verið
yfir honum, hann sjái mig ganga út og inn, hann hafi vitað
af mér, en hann hafi ekki getað talað; h^nn hafi ekki vitað,
að hann var að fara; nefnir marzmánuð. Miðillinn segir, að
hann sýni sér plöntu, sem eg hafi komið fyrir utan um
mynd af honum. Það er vafningsviður, sem fléttar sig
utan um mynd af Haraldi, sem hangir í stofunni hjá
mér. Þá segir hann, að sameiginlegur minningardagur
okkar sé nýlega liðinn hjá, (það var trúlofunardagur
okkar) ; hann hafi haft slæmt minni á meðan hann lifði,
eg hafi orðið að minna hann á fæðingardag og þess-
háttar, en nú muni hann þetta. Hann tali um blómagarð
í f jallaumhverfi, hann hafi komið þar einu sinni og verið
svo hrifinn af garðinum. Þetta er sennilega garðurinn í
Múlakoti í Fljótshlíð, Haraldur kom þar einu sinni og
varð svo hrifinn af honum, að hann lagði út af honum í
ræðu. Talar um músík, sem hann hafi verið vanur að
heyra, en sem nú sé þögnuð; líklega músíkin við guðs-
þjónustur hans.
Þá fer hann að tala um heimili okkar, segir að þar