Morgunn - 01.06.1930, Page 51
M 0 R G U N N
45
Fundur með Mr. Austin,
24. júlí 1929.
Miðillinn er nýbúinn að hafa annan fund á und-
er augsýnilega þreyttur.
Talar fyrst um mann á milli þrítugs og fertugs, sem
komi til mí'n og standi í nánu sambandi við mig; seg-
ir, að hann hafi haft dökt hár og augu og gefi staf-
inn H. Mér dettur Hallgrímur Kristinsson, frændi minn,
í hug, en miðillinn nær ekki meiru frá þessum manni,
svo að um það verður ekkert fullyrt, hver hann hefir
verið. —
Eg læt þá miðilinn fá mynd Jóns Thoroddsens.
Hann spyr, hvort myndin hafi staðið í ramma, segir,
að ]>að hafi svo margir farið með hana, að hann eigi
erfitt með að fá áhrif frá myndinni sjálfri. Myndinni
sneri hann alt af niður, svo hann sá ekki, af hverjum
kún var, fyr en fundurinn var búinn. Spyr, hvort mynd-
in hafi staðið á skrifborðshillu, finst hann staddur í
stóru húsi. Spyr, hvort maðurinn hafi verið kennari,
Eann hafi haft hæfileika til að kenna og halda fyrir-
lestra. Reynir að lýsa manninum, sem hann sér í sam-
bandi við myndina. Heldur, að hann sé lítið eitt innan
við þrítugt, fremur dökkur, mikið hár, hátt enni, starf-
samur, fallegur maður, en gat verið ákaflega alvar-
iegur. Segir, að hann hafi haft miklar fyrirætlanir í
kuganum, hann hafi verið að hugsa um eitthvað í sam-
bandi við blað eða ritstörf; hann segist halda áfram
að stúdera. Spyr, hvort hann hafi skrifað stuttar sögur;
hann hafi verið að fást við eitthvert alvarlegt starf, en
sögurnar hafi komið inn á milli og tafið hann frá því.
Hann fékst við þrjár tegundir af bókmentalegri starf-
semi, var bardagamaður. Spyr, hvort eg kannist við
Htla, skrifaða bók, sem maðurinn hafi átt, hann sýni
sér hana; nær svo ekki meiru í sambandi við hann.
Hú þekki eg ekkert til Jóns Thoroddsens, eins og áð-