Morgunn - 01.06.1930, Qupperneq 54
48
MORGUNN
við vinnu, þegai' hann hafi verið orðinn veikur, og hefði
átt að hvíla sig, hafi hann haldið áfram að vinna. Það
hafi verið eitthvað með lungun í sambandi við dauða hans.
Miðillinn segir, að maðurinn segi, að síðan eg hafi
talað síðast við sig hjá þessum miðli, hafi eg haft fund
með öðrum miðli. (Næsti fundur hér á undan). Mér hafi
þótt það leiðinlegt, að hann hafi ekki getað komist þar að,
hann hafi ekki getað það þá. Segir, að eg sé nýbúin að
fá bréf frá lítilli dóttur okkar, hann hafi lesið það með
mér; eg fékk bréf kvöldinu áður. Hún hafi verið lasin,
áður en eg fór, en sé nú orðin vel frísk. Talar um litla
drenginn sinn, líkar vel fyrirkomulagið, sem eg hafi á
kenslu hans. Fer síðan að tala um, að eg hafi verið á
söfnum, hann hafi verið með mér; brosir að því, að eg
hafi verið svo leið yfir öðru safninu, en mér hafi liðið
vel á hinu. (Rétt).
Þá fer maðurinn að tala um, að eg muni fara til
Kaupmannahafnar bráðum; eg muni hafa fund þar og
hann muni hitta mig. Eg eigi góða vini í Kaupmannahöfn
og ætli að dvelja hjá þeim ium tíma. Síðan fari eg í
langa sjóferð heim; eg sé ekki vel sterk á sjó, en hann
skuli líta eftir mér. í gær segir hann, að eg hafi verið í
búðum; eg hafi verið að velja eitthvað handa börnum,
honum hafi þótt gaman að fylgjast með því. Alt er þetta
rétt, eg hafði daginn áður verið að gera innkaup á Mon-
tessori leikföngum fyrir verzlun í Reykjavík, en Harald-
ur hafði alt af mikinn áhuga fyrir því máli.
Fer enn að tala um slétta hringi, sem við höfum
átt, biður mig að halda áfram að bera minn hring. Alt
í einu kallar miðillinn: „Hann segir, að það séu gifting-
arhringir, en það er skrítið, hann bar hann á hægri hend-
inni“, Englendingar bera giftingarhringina á vinstri
hendi. Talar um gröfina sína, segist vita, að við höfum
litið eftir henni og hann fari með okkur, þegar við för-
um þangað; en við skulum ekkert vera að fara þangað,
við höfum þar ekkert að gera. Minnist í þessu sambandi